Upphitun fyrir Lille - Man Utd 20. febrúar 2007 16:11 Ryan Giggs er markahæsti núverandi leikmaður United í Meistaradeildinni og hefur skorað mark í keppninni 12 ár í röð, sem er met NordicPhotos/GettyImages Franska liðið Lille tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta verður fimmti leikur liðanna í Meistaradeildinni og hér fyrir neðan gefur að líta nokkra fróðleiksmola fyrir leik kvöldsins sem sýndur er beint á Sýn klukkan 19:30. Liðin mættust í riðlakeppninni leiktíðina 2001-02 þar sem United vann fyrri leikinn 1-0 með marki frá David Beckham. Síðari leikurinn endaði með jafntefli 1-1 þar sem Ole Gunnar Solskjær og Bruno Cheyrou skoruðu mörkin. Á síðustu leiktíð gerðu liðin markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í D-riðli þar sem Paul Scholes var rekinn af velli á 63. mínútu en Lille vann svo síðari leikinn 1-0 með marki frá Milenko Acimovic. Þetta var raunar eina markið sem Lille skoraði alla riðlakeppnina það árið. Lille hefur aldrei spilað gegn öðru liði en United frá Englandi í Meistaradeildinni. United hefur spilað 20 sinnum við frönsk lið í Evrópukeppninni og er árangurinn 9 sigrar, 9 jafntefli og aðeins 2 töp. Auk þess að tapa fyrir Lille á síðustu leiktíð var eina tap United gegn Frönsku liði tap liðsins gegn Marseille árið 1999-2000 þar sem William nokkur Gallas skoraði sigurmark franska liðsins. Manchester United á að baki 263 Evrópuleiki en Lille aðeins 40 og er þetta í fyrsta skipti í sögu Lille sem liðið kemst í 16-liða úrslitin. Lille hefur aldrei tapað á heimavelli í Meistaradeildinni og er eitt aðeins sex liða sem náð hafa þeim árangri. Hin liðin eru Fiorentina, Villarreal, Parma, Atletic Bilbao, Partizan Belgrad og FC Kaupmannahöfn. Gregory Tafforeau er reyndasti leikmaður Lille í Meistaradeildinni með 14 leiki, en Gary Neville er reyndasti leikmaður United með 96 leiki. Hann er jafnframt einn leikjahæsti maður í sögu meistaradeildarinnar á eftir þeim Raúl (106), Roberto Carlos (105), David Beckham (102), Oliver Kahn (100) og Paolo Maldini (99). Ryan Giggs er markahæsti núverandi leikmaður United í keppninni með 22 mörk og hefur hann skorað að minnsta kosti eitt mark á hverju einasta af þeim 12 árum sem hann hefur spilað í Meistaradeildinni, sem er met. Louis Saha er markahæsti leikmaður United í keppninni í ár með 4 mörk. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Franska liðið Lille tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta verður fimmti leikur liðanna í Meistaradeildinni og hér fyrir neðan gefur að líta nokkra fróðleiksmola fyrir leik kvöldsins sem sýndur er beint á Sýn klukkan 19:30. Liðin mættust í riðlakeppninni leiktíðina 2001-02 þar sem United vann fyrri leikinn 1-0 með marki frá David Beckham. Síðari leikurinn endaði með jafntefli 1-1 þar sem Ole Gunnar Solskjær og Bruno Cheyrou skoruðu mörkin. Á síðustu leiktíð gerðu liðin markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í D-riðli þar sem Paul Scholes var rekinn af velli á 63. mínútu en Lille vann svo síðari leikinn 1-0 með marki frá Milenko Acimovic. Þetta var raunar eina markið sem Lille skoraði alla riðlakeppnina það árið. Lille hefur aldrei spilað gegn öðru liði en United frá Englandi í Meistaradeildinni. United hefur spilað 20 sinnum við frönsk lið í Evrópukeppninni og er árangurinn 9 sigrar, 9 jafntefli og aðeins 2 töp. Auk þess að tapa fyrir Lille á síðustu leiktíð var eina tap United gegn Frönsku liði tap liðsins gegn Marseille árið 1999-2000 þar sem William nokkur Gallas skoraði sigurmark franska liðsins. Manchester United á að baki 263 Evrópuleiki en Lille aðeins 40 og er þetta í fyrsta skipti í sögu Lille sem liðið kemst í 16-liða úrslitin. Lille hefur aldrei tapað á heimavelli í Meistaradeildinni og er eitt aðeins sex liða sem náð hafa þeim árangri. Hin liðin eru Fiorentina, Villarreal, Parma, Atletic Bilbao, Partizan Belgrad og FC Kaupmannahöfn. Gregory Tafforeau er reyndasti leikmaður Lille í Meistaradeildinni með 14 leiki, en Gary Neville er reyndasti leikmaður United með 96 leiki. Hann er jafnframt einn leikjahæsti maður í sögu meistaradeildarinnar á eftir þeim Raúl (106), Roberto Carlos (105), David Beckham (102), Oliver Kahn (100) og Paolo Maldini (99). Ryan Giggs er markahæsti núverandi leikmaður United í keppninni með 22 mörk og hefur hann skorað að minnsta kosti eitt mark á hverju einasta af þeim 12 árum sem hann hefur spilað í Meistaradeildinni, sem er met. Louis Saha er markahæsti leikmaður United í keppninni í ár með 4 mörk.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira