Bretar og Danir kalla hermenn heim frá Írak 21. febrúar 2007 18:58 Danir ætla að kalla alla hermenn sína frá Írak áður en ágústmánuður gengur í garð. Þetta tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur í dag. Á sama tíma greindi starfsbróðir hans í Bretlandi frá því að 1.600 breskir hermenn yrðu kallaðir heim á næstu mánuðum. Þetta gera bandamenn Bush Bandaríkjaforseta um leið og stjórnvöld í Washington ætla að fjölga í herliði sínu í Írak um sem nemur 21 þúsund hermönnum. Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, greindu frá því í hádeginu að 460 hermenn yrðu kallaðir heim áður en ágústmánuður gengi í garð. 9 manna þyrlusveit yrði þó áfram í landinu til að manna fjórar eftirlitsþyrlur. Danir voru meðal upphaflegu staðföstu ríkjanna við innrásina í Írak í mars 2003. Rasmussen var dyggur stuðningsmaður Bandaríkjaforseta. 5 danskir hermenn hafa fallið í bardögum í Írak. Á sama tíma og Danir greindu frá sínum breytingum gerði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þingi grein fyrir heimkvaðningu hluta breska hersins í Írak. Hann sagði að hermönnum yrði fækkað úr 7.100 í 5.500. Þeir sem yrðu eftir yrðu staðsettir í Basra og styðja við Íraka þar. Blair sagði vel hafa gengið að þjálfa íraskar öryggissveitir og því væri nú hægt að fækka í herliðinu. Herliði fækki síðan enn frekar á næsta ári. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, fagnaði ákvörðun Breta og Dana í viðtali í Japan í dag. Hann sagði þetta merki um rétta þróun í Írak. Þrátt fyrir þetta ætla Bandaríkjamenn að fjölga í herliði sínu sem telja mun rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund hermenn eftir breytingarnar. Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Danir ætla að kalla alla hermenn sína frá Írak áður en ágústmánuður gengur í garð. Þetta tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur í dag. Á sama tíma greindi starfsbróðir hans í Bretlandi frá því að 1.600 breskir hermenn yrðu kallaðir heim á næstu mánuðum. Þetta gera bandamenn Bush Bandaríkjaforseta um leið og stjórnvöld í Washington ætla að fjölga í herliði sínu í Írak um sem nemur 21 þúsund hermönnum. Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, greindu frá því í hádeginu að 460 hermenn yrðu kallaðir heim áður en ágústmánuður gengi í garð. 9 manna þyrlusveit yrði þó áfram í landinu til að manna fjórar eftirlitsþyrlur. Danir voru meðal upphaflegu staðföstu ríkjanna við innrásina í Írak í mars 2003. Rasmussen var dyggur stuðningsmaður Bandaríkjaforseta. 5 danskir hermenn hafa fallið í bardögum í Írak. Á sama tíma og Danir greindu frá sínum breytingum gerði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þingi grein fyrir heimkvaðningu hluta breska hersins í Írak. Hann sagði að hermönnum yrði fækkað úr 7.100 í 5.500. Þeir sem yrðu eftir yrðu staðsettir í Basra og styðja við Íraka þar. Blair sagði vel hafa gengið að þjálfa íraskar öryggissveitir og því væri nú hægt að fækka í herliðinu. Herliði fækki síðan enn frekar á næsta ári. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, fagnaði ákvörðun Breta og Dana í viðtali í Japan í dag. Hann sagði þetta merki um rétta þróun í Írak. Þrátt fyrir þetta ætla Bandaríkjamenn að fjölga í herliði sínu sem telja mun rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund hermenn eftir breytingarnar.
Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila