Bretar krefjast endurgreiðslu 22. febrúar 2007 19:15 Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Það var fyrir nokkru sem breski blaðamaðurinn Martin Lewis byrjaði með vefsíðuna Moneysavingexpert punktur com þar sem hann veitir fólki ráðleggingar um hvernig hægt sé að spara pening. Eitt umræðuefni varð þar vinsælla en önnur - gjaldið sem bankar innheimta ef farið er yfir á reikningi umfram yfirdráttarheimild. Að sögn síðunnar er gjaldið í Bretlandi jafnvirði allt að 4.500 króna fyrir hverja færslu. Samkvæmt breskum og skoskum lögum mega bankar ekki innheimta hærra gjald en sem nemur raunverulegum kostnaði við færslurnar. Herferð er hafin og hefur hún verið til umfjöllunar í breska blaðinu Independent í vikunni. Um tuttugu þúsund Bretar hafa þegar sótt bréf sem Lewis birti á síðu sinni og má nota til að hefja kröfugerð á hendur bönkunum. Færslugjald innistæðulausra tékka eða fit-gjald er innheimt hér á landi fari úttektir á reikningi umfram innistæðu eða heimild. Það er þó nokkuð lægra en í Bretlandi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti farið sömu leið og viðskiptavinir þeirra bresku og krafist endurgreiðslu. Það gæti byggt á átjándu grein laga um vexti og verðtryggingu. Gísli segir að vissulega séu aðstæður hér og í Bretlandi aðrar. Á Íslandi sé notkun yfirdráttarheimilda útbreidd og vextir á þeim háir. Hafi viðskiptavinir tekið heimildarlaust lán þá sé hugsanlegt að þeir eigi að greiða sannanlegan kostnað af því, en ekki umfram raunkostnað við þessa lántöku. Gísli ætli að kanna hvort bankarnir hafi gerst sekir um sjálftöku í þessum efnum. Gísli hefur gert þessa gjaldtöku og aðra að umtalsefni á nýrri vefsíðu embættisins http://www.tn.is/ Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Það var fyrir nokkru sem breski blaðamaðurinn Martin Lewis byrjaði með vefsíðuna Moneysavingexpert punktur com þar sem hann veitir fólki ráðleggingar um hvernig hægt sé að spara pening. Eitt umræðuefni varð þar vinsælla en önnur - gjaldið sem bankar innheimta ef farið er yfir á reikningi umfram yfirdráttarheimild. Að sögn síðunnar er gjaldið í Bretlandi jafnvirði allt að 4.500 króna fyrir hverja færslu. Samkvæmt breskum og skoskum lögum mega bankar ekki innheimta hærra gjald en sem nemur raunverulegum kostnaði við færslurnar. Herferð er hafin og hefur hún verið til umfjöllunar í breska blaðinu Independent í vikunni. Um tuttugu þúsund Bretar hafa þegar sótt bréf sem Lewis birti á síðu sinni og má nota til að hefja kröfugerð á hendur bönkunum. Færslugjald innistæðulausra tékka eða fit-gjald er innheimt hér á landi fari úttektir á reikningi umfram innistæðu eða heimild. Það er þó nokkuð lægra en í Bretlandi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti farið sömu leið og viðskiptavinir þeirra bresku og krafist endurgreiðslu. Það gæti byggt á átjándu grein laga um vexti og verðtryggingu. Gísli segir að vissulega séu aðstæður hér og í Bretlandi aðrar. Á Íslandi sé notkun yfirdráttarheimilda útbreidd og vextir á þeim háir. Hafi viðskiptavinir tekið heimildarlaust lán þá sé hugsanlegt að þeir eigi að greiða sannanlegan kostnað af því, en ekki umfram raunkostnað við þessa lántöku. Gísli ætli að kanna hvort bankarnir hafi gerst sekir um sjálftöku í þessum efnum. Gísli hefur gert þessa gjaldtöku og aðra að umtalsefni á nýrri vefsíðu embættisins http://www.tn.is/
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira