BitTorrent ætla að selja löglegt efni 26. febrúar 2007 09:05 Veffyrirtækið BitTorrent sem löngum hefur verið talið einn helsti óvinur Hollywood fyrir að hafa fundið upp torrent-skráaskiptastaðalinn hefur nú slegist í lið með kvikmyndaiðnaðinum og ætlar að fara að selja kvikmyndir og sjónvarpsþætti á vefsíðu sinni og dreifa þeim með torrent-tækninni. Einnig er ætlunin að selja tónlist og tölvuleiki á síðu BitTorrent. Torrent-skráaskiptaaðferðin hefur vaxið mjög í vinsældum á meðal þeirra sem skiptast ólöglega á bíómyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist og forritum yfir internetið en með tækninni er hægt að sækja skrár frá mörgum notendum í einu. Þar sem hver notandi hleður upp aðeins broti af skrá, broti sem eitt og sér er ekki höfundarréttarvarið, hafa samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali verið í miklum vandræðum með að hamla útbreiðslu skráa sem menn skiptast á með torrent-staðlinum. Hver notandi hleður niður skrá með endingunni .torrent úr gagnagrunnum vefsíðna og veitir sú skrá upplýsingar til torrent-forrits um hvaða búta eigi að sækja og hvaða tengdir notendur bjóða bútana. Um leið og notandi er kominn með einn bút af skrá getur hann svo miðlað henni áfram til annarra notenda og fyrir vikið getur náðst mikill hraði á torrent-niðurhali, sérstaklega ef margir eru að sækja skrána í einu sem oft er tilfellið með nýja sjónvarpsþætti og bíómyndir. Íslendingar hafa verið mjög duglegir að nýta sér torrent-tæknina og er starfrækt íslensk miðlun .torrent-skráa á vefsíðunni www.torrent.is. Þar eru yfir 10 þúsund notendur skráðir og meira en 2500 virkar .torrent-skrár í boði. Tækni Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Veffyrirtækið BitTorrent sem löngum hefur verið talið einn helsti óvinur Hollywood fyrir að hafa fundið upp torrent-skráaskiptastaðalinn hefur nú slegist í lið með kvikmyndaiðnaðinum og ætlar að fara að selja kvikmyndir og sjónvarpsþætti á vefsíðu sinni og dreifa þeim með torrent-tækninni. Einnig er ætlunin að selja tónlist og tölvuleiki á síðu BitTorrent. Torrent-skráaskiptaaðferðin hefur vaxið mjög í vinsældum á meðal þeirra sem skiptast ólöglega á bíómyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist og forritum yfir internetið en með tækninni er hægt að sækja skrár frá mörgum notendum í einu. Þar sem hver notandi hleður upp aðeins broti af skrá, broti sem eitt og sér er ekki höfundarréttarvarið, hafa samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali verið í miklum vandræðum með að hamla útbreiðslu skráa sem menn skiptast á með torrent-staðlinum. Hver notandi hleður niður skrá með endingunni .torrent úr gagnagrunnum vefsíðna og veitir sú skrá upplýsingar til torrent-forrits um hvaða búta eigi að sækja og hvaða tengdir notendur bjóða bútana. Um leið og notandi er kominn með einn bút af skrá getur hann svo miðlað henni áfram til annarra notenda og fyrir vikið getur náðst mikill hraði á torrent-niðurhali, sérstaklega ef margir eru að sækja skrána í einu sem oft er tilfellið með nýja sjónvarpsþætti og bíómyndir. Íslendingar hafa verið mjög duglegir að nýta sér torrent-tæknina og er starfrækt íslensk miðlun .torrent-skráa á vefsíðunni www.torrent.is. Þar eru yfir 10 þúsund notendur skráðir og meira en 2500 virkar .torrent-skrár í boði.
Tækni Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent