Lewis mun ekki stíga aftur í hringinn 26. febrúar 2007 15:00 Lennox Lewis hefur fengið nóg af hnefaleikum og ætlar ekki að snúa aftur. MYND/Getty Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur útilokað endurkomu í hringinn á þessu ári, en sögusagnir þess efnis fóru eins og eldur um sinu í hnefaleikaheiminum í gær. Þungavigtarkappinn fyrrverandi, sem er orðinn 41 árs að aldri, segist aldrei hafa gengið á bak orða sinna – og því ætli hann ekki að byrja á nú. “Ég lýsti því yfir á sínum tíma að ég væri hættur og ég er vanur að standa við orð mín. Ég veit ekki hvernig svona orðrómar fara af stað en það er ekkert til í þeim. Ég er sannarlega búinn að leggja hanskana á hilluna,” sagði Lewis og tók þannig allan vafa af mögulegri endurkomu sinni. Lewis var sagður ætla að berjast einu sinni enn gegn Úkraínumanninum Vitali Klitschko í bardaga sem yrði endurtekning frá því þegar þeir félagar áttust við í síðasta bardaga Lewis árið 2003. Þá vann sá breski fullnaðarsigur og batt enda á farsælan feril sinn með heimsmeistaratitlinum í þungavigt. “Ég er mjög ánægður með líf mitt í augnablikinu og það er ekki rétt að ég sé fjárþurfi. Ég nýt þess að lýsa fyrir Alþjóða hnefaleikasambandið á milli þess að rækta samband mitt við börnin mín. Ég er stoltur af því sem ég afrekaði á ferlinum og ég vill ekki eyðileggja það orðspor með því að snúa aftur í hringinn.” Box Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur útilokað endurkomu í hringinn á þessu ári, en sögusagnir þess efnis fóru eins og eldur um sinu í hnefaleikaheiminum í gær. Þungavigtarkappinn fyrrverandi, sem er orðinn 41 árs að aldri, segist aldrei hafa gengið á bak orða sinna – og því ætli hann ekki að byrja á nú. “Ég lýsti því yfir á sínum tíma að ég væri hættur og ég er vanur að standa við orð mín. Ég veit ekki hvernig svona orðrómar fara af stað en það er ekkert til í þeim. Ég er sannarlega búinn að leggja hanskana á hilluna,” sagði Lewis og tók þannig allan vafa af mögulegri endurkomu sinni. Lewis var sagður ætla að berjast einu sinni enn gegn Úkraínumanninum Vitali Klitschko í bardaga sem yrði endurtekning frá því þegar þeir félagar áttust við í síðasta bardaga Lewis árið 2003. Þá vann sá breski fullnaðarsigur og batt enda á farsælan feril sinn með heimsmeistaratitlinum í þungavigt. “Ég er mjög ánægður með líf mitt í augnablikinu og það er ekki rétt að ég sé fjárþurfi. Ég nýt þess að lýsa fyrir Alþjóða hnefaleikasambandið á milli þess að rækta samband mitt við börnin mín. Ég er stoltur af því sem ég afrekaði á ferlinum og ég vill ekki eyðileggja það orðspor með því að snúa aftur í hringinn.”
Box Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira