John Terry, fyrirliði Chelsea, man ekkert eftir höfuðhögginu sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal í gær. Það síðasta sem Terry man var þegar hann gekk út úr búningsklefanum í hálfleik en síðan vissi hann ekki af sér fyrr en hann kominn á sjúkrahús. Allur tími þar á milli, eða rúm klukkustund, er horfið úr minni Terry.
"Ég rankaði við mér á spítalanum og man ekki eftir neinu. Ég fór í myndatöku og er í lagi. Það var frábært að hitta strákana aftur, þeir voru frábærir og ég er mjög ánægður með að þeir skuli hafa náð að sigra leikinn," segir Terry.