Vaxtaokur bankanna skelfilegt 27. febrúar 2007 18:30 Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga sýndi samanburður fréttastofu að kostnaður Íslendinga við að taka lán hjá Glitni og Kaupþingi er sláandi miklu meiri en þegar frændur okkar í Noregi og Svíþjóð ganga inn í útibú þessara sömu banka í sínum heimalöndum. Starfsgreinasambandi hefur lagt út af þessum samanburði á heimasíðu sinni og bendir á að af milljón króna skammtímaláni hjá Kaupþingi greiðir Íslendingur 143.000 kr. í vexti á ári en Svíinn 65.000 kr. Munurinn er 78.000 kr. Af húsnæðisláni upp á 15 milljónir greiðir Íslendingurinn 742.500 krónur í raunvexti á ári en en Svíinn 517.500 krónur. Munurinn er 225.000 kr. Bankarnir segja vaxtastigi í landinu um að kenna. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir mistök í efnahagsstjórn landsins hafa knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Allt hafi farið úr böndunum þegar stjórnvöld ákváðu að veita 100% húsnæðislán. "Þannig að skýringin stafar af þessu að hluta til en það breytir ekki því að fólk situr í skuldasúpunni. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fólk sé neyslusjúkt og sé að taka lán en það er alls ekki skýringin. Til þess að bregðast við aukinni vaxtabyrði þá leitar fólk til bankanna. Hvaða svör fær það þar? Jú, aukna yfirdráttarheimild. Og hverjir eru vextir á yfirdráttarheimild í dag? Yfir 20%." Vaxtamunur hjá venjulegu launafólki í dag er í kringum fimmtán prósent, segir Skúli. "Og það er náttúrlega alveg skelfilegt vaxtaokur." Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, efast ekki um að hörð samkeppni sé á milli bankanna í fjárfestingarbankastarfsemi en annað gildi um viðskipti við einstaklinga. Þar sé samkeppnin ekki grimm. "Ég vil fullyrða að það sé fákeppnisstaða hér. Bankarnir eru ekki margir og það eru vísbendingar sem ganga í þá átt að sumt af þessum gjöldum gætu verið lægri ef samkeppnin væri harðari." Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga sýndi samanburður fréttastofu að kostnaður Íslendinga við að taka lán hjá Glitni og Kaupþingi er sláandi miklu meiri en þegar frændur okkar í Noregi og Svíþjóð ganga inn í útibú þessara sömu banka í sínum heimalöndum. Starfsgreinasambandi hefur lagt út af þessum samanburði á heimasíðu sinni og bendir á að af milljón króna skammtímaláni hjá Kaupþingi greiðir Íslendingur 143.000 kr. í vexti á ári en Svíinn 65.000 kr. Munurinn er 78.000 kr. Af húsnæðisláni upp á 15 milljónir greiðir Íslendingurinn 742.500 krónur í raunvexti á ári en en Svíinn 517.500 krónur. Munurinn er 225.000 kr. Bankarnir segja vaxtastigi í landinu um að kenna. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir mistök í efnahagsstjórn landsins hafa knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Allt hafi farið úr böndunum þegar stjórnvöld ákváðu að veita 100% húsnæðislán. "Þannig að skýringin stafar af þessu að hluta til en það breytir ekki því að fólk situr í skuldasúpunni. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fólk sé neyslusjúkt og sé að taka lán en það er alls ekki skýringin. Til þess að bregðast við aukinni vaxtabyrði þá leitar fólk til bankanna. Hvaða svör fær það þar? Jú, aukna yfirdráttarheimild. Og hverjir eru vextir á yfirdráttarheimild í dag? Yfir 20%." Vaxtamunur hjá venjulegu launafólki í dag er í kringum fimmtán prósent, segir Skúli. "Og það er náttúrlega alveg skelfilegt vaxtaokur." Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, efast ekki um að hörð samkeppni sé á milli bankanna í fjárfestingarbankastarfsemi en annað gildi um viðskipti við einstaklinga. Þar sé samkeppnin ekki grimm. "Ég vil fullyrða að það sé fákeppnisstaða hér. Bankarnir eru ekki margir og það eru vísbendingar sem ganga í þá átt að sumt af þessum gjöldum gætu verið lægri ef samkeppnin væri harðari."
Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira