Launaleynd hugsanlega aflétt 7. mars 2007 18:50 Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Þegar jafnréttislögin áttu 30 ára afmæli síðasta sumar skipaði félagsmálaráðherra þverpólitíska nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrverandi hæstaréttardómara til að endurskoða lögin. Sérstaklega átti nefndin að finna leiðir til að eyða kynbundnum launamun - sem hefur ekki haggast á röskum áratug. Nefndin hefur skilað af sér frumvarpi sem verður að öllum líkindum lagt fram á þingi í haust og felur í sér ýmsar róttækar tillögur. Í því er gert ráð fyrir: Að kærunefnd jafnréttismála fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði. Að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri fylgi framkvæmdaáætlun um hvernig eigi að ná fram jafnrétti kynja og skili skýrslu til Jafnréttisstofu á þriggja ára fresti. Sinni fyrirtækið því ekki verði heimilt að beita dagsektum. Að hinu opinbera verði skylt að tilnefna bæði konu og karl í nefndir, ráð og stjórnir og að ekki halli meira á annað kynið en svo að skiptingin verði 40% á móti 60%. Að jafnréttisumsögn fylgi öllum stjórnarfrumvörpum á Alþingi. Og síðast en ekki síst - sem eflaust á eftir að vekja mesta athygli - þá yrði launaleyndinni aflétt, þannig að launamaður megi veita þriðja aðila upplýsingar um laun og starfskjör. En hvað þýðingu hefur það að launaleynd verði aflétt? "Ég held að það hafi mikla þýðingu í sambandi við að minnka launamuninn. Ég held að allar rannsóknir sýni það að launaleyndin er eitt af þeim atriðum sem hafa stuðlað að því að svona mikill kynbundinn launamunur er," segir Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar. Svipað ákvæði er í dönskum lögum og hefur skilað góðum árangri, segir Guðrún. Hún er bjartsýn á að hægt verði að eyða kynbundnum launamun, verði frumvarpið að lögum. "Núna er hann 15,7%. Ég býst við að það verði allt að tíu ár þangað til. En ég vona að það verði innan tíu ára." Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er líka bjartsýnn. "Ég vona að með samstilltu átaki allra aðila, á vinnumarkaði og stjórnvalda, að þá takist okkur að eyða þessum kynbundna launamun sem fyrst. Hvort það verður innan tíu ára? Ég vona auðvitað að það verði fyrr." Fréttir Innlent Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Þegar jafnréttislögin áttu 30 ára afmæli síðasta sumar skipaði félagsmálaráðherra þverpólitíska nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrverandi hæstaréttardómara til að endurskoða lögin. Sérstaklega átti nefndin að finna leiðir til að eyða kynbundnum launamun - sem hefur ekki haggast á röskum áratug. Nefndin hefur skilað af sér frumvarpi sem verður að öllum líkindum lagt fram á þingi í haust og felur í sér ýmsar róttækar tillögur. Í því er gert ráð fyrir: Að kærunefnd jafnréttismála fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði. Að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri fylgi framkvæmdaáætlun um hvernig eigi að ná fram jafnrétti kynja og skili skýrslu til Jafnréttisstofu á þriggja ára fresti. Sinni fyrirtækið því ekki verði heimilt að beita dagsektum. Að hinu opinbera verði skylt að tilnefna bæði konu og karl í nefndir, ráð og stjórnir og að ekki halli meira á annað kynið en svo að skiptingin verði 40% á móti 60%. Að jafnréttisumsögn fylgi öllum stjórnarfrumvörpum á Alþingi. Og síðast en ekki síst - sem eflaust á eftir að vekja mesta athygli - þá yrði launaleyndinni aflétt, þannig að launamaður megi veita þriðja aðila upplýsingar um laun og starfskjör. En hvað þýðingu hefur það að launaleynd verði aflétt? "Ég held að það hafi mikla þýðingu í sambandi við að minnka launamuninn. Ég held að allar rannsóknir sýni það að launaleyndin er eitt af þeim atriðum sem hafa stuðlað að því að svona mikill kynbundinn launamunur er," segir Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar. Svipað ákvæði er í dönskum lögum og hefur skilað góðum árangri, segir Guðrún. Hún er bjartsýn á að hægt verði að eyða kynbundnum launamun, verði frumvarpið að lögum. "Núna er hann 15,7%. Ég býst við að það verði allt að tíu ár þangað til. En ég vona að það verði innan tíu ára." Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er líka bjartsýnn. "Ég vona að með samstilltu átaki allra aðila, á vinnumarkaði og stjórnvalda, að þá takist okkur að eyða þessum kynbundna launamun sem fyrst. Hvort það verður innan tíu ára? Ég vona auðvitað að það verði fyrr."
Fréttir Innlent Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira