Raunveruleikaþátturinn vinsæli, American Idol, mun í næsta mánuði fá stórstjörnur til að koma fram í þættinum til styrktar góðgerðarmála. Meðal þeirra sem koma fram eru Gwen Stefani, Pink og Annie Lennox. Einnig er búist við því að Bono taki lagið og að Sacha Baron Cohen komi fram sem Borat.
Ber þátturinn heitið Idol Gives Back og er markmiðið með honum að safna fjármunum fyrir samtök sem hjálpa fátækum börnum í Bandaríkjunum og Afríku.