Sögulegur samningur 9. mars 2007 18:30 Fimmtungur orkunotkunar aðildarríkja Evrópusambandsins verður frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu þetta í morgun. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir samninginn marka tímamót. Samningurinn er sagður djarfur en hann var samþykktur af 27 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins á loftslagsráðstefnu í Brussel í morgun. Í honum er gert ráð fyrir að ekki minna en 20 prósent af orkunotkun ríkjanna komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020, meðal annars vind- og sólarorku. Áður hafði verið miðað við sex prósent. Þess má geta að hér á landi er hlutfallið 72 prósent. Samkomulagið er málamiðlun en ákveðin ríki mótmæltu því harðlega. Fátækari ríki Austur-Evrópu töldu að það yrði þeim fjárhagslega ofviða að standa við markmið samkomulagsins. Auk þess voru Frakkland, Tékkland og Slóvakía, ósátt við hugmyndirnar. En allir samþykktu, enda kom í ljós að í samkomulaginu er gert ráð fyrir að kjarnorka geti átt þátt í berjast gegn hlýnun jarðar. Í samkomulaginu er einnig gert ráð fyrir að aðildarríkin hafi árið 2020 dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 20 prósent - miðað við losunina eins og hún var árið 1990. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, lýsti samkomulaginu sem risaskrefi fram á við. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Jose Manuel Barroso segir Evrópu nú í forystu í baráttunni gegn hlýnun jarðar og að samkomulagið sé sögulegt. Leiðtogar Evrópusambandsins vonast til að þetta skref hvetji þær þjóðir sem mest menga, eins og Bandaríkin og Kína, til að fallast á verulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Fimmtungur orkunotkunar aðildarríkja Evrópusambandsins verður frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu þetta í morgun. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir samninginn marka tímamót. Samningurinn er sagður djarfur en hann var samþykktur af 27 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins á loftslagsráðstefnu í Brussel í morgun. Í honum er gert ráð fyrir að ekki minna en 20 prósent af orkunotkun ríkjanna komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020, meðal annars vind- og sólarorku. Áður hafði verið miðað við sex prósent. Þess má geta að hér á landi er hlutfallið 72 prósent. Samkomulagið er málamiðlun en ákveðin ríki mótmæltu því harðlega. Fátækari ríki Austur-Evrópu töldu að það yrði þeim fjárhagslega ofviða að standa við markmið samkomulagsins. Auk þess voru Frakkland, Tékkland og Slóvakía, ósátt við hugmyndirnar. En allir samþykktu, enda kom í ljós að í samkomulaginu er gert ráð fyrir að kjarnorka geti átt þátt í berjast gegn hlýnun jarðar. Í samkomulaginu er einnig gert ráð fyrir að aðildarríkin hafi árið 2020 dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 20 prósent - miðað við losunina eins og hún var árið 1990. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, lýsti samkomulaginu sem risaskrefi fram á við. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Jose Manuel Barroso segir Evrópu nú í forystu í baráttunni gegn hlýnun jarðar og að samkomulagið sé sögulegt. Leiðtogar Evrópusambandsins vonast til að þetta skref hvetji þær þjóðir sem mest menga, eins og Bandaríkin og Kína, til að fallast á verulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila