Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, spáir því að enskt lið muni standa uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool, Chelsea og Manchester United eru öll í hópi þeirra átta liða sem eftir eru í keppninni og slepptu við að mætast innbyrðis í 8-liða úrslitunum.
“Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að enskt lið hampi titlinum í ár. Öll liðin sem mæta ensku liðunum - PSV, Roma og Valencia – eru varnarsinnuð og það mun reynast mikið afrek hjá þeim ef þau komast í gegnum ensku liðin. Miðað við dráttinn og spilamennsku liða vill ég trúa því að enskt lið verði meistari,” segir Wenger.