Auðlindafrumvarp lagt fram í ósætti 12. mars 2007 16:06 MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. Geir sagði stjórnarandstöðuna hafa reynt að fá Framsóknarflokkinn í lið með sér og ætlað að „skilja Sjálfstæðisflokkinn eftir." Þá sagði hann ummæli Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra um stjórnarslit ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá, bera vott um að Framsóknarflokknum hafi verið alvara í málinu. Ummælin hafi ekki skaðað stjórnarsamstarfið. Í tillögunni að frumvarpinu segir að náttúruauðlindir skuli vera þjóðareign, ef þær eru ekki verndaðar af eignaréttarákvæði stjórnarskrár nú þegar. Allt sem nú er verndað verði virt, en héðan í frá verði ekki hægt að ávinna sér réttindi. Auðlindirnar verði nýttar til hagsbóta allri þjóðinni og verði þjóðareign. Hægt verði að veita einkaaðilum afnot og hagnýtingarrétt og gjaldtaka möguleg. Geir sagði á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að hann væri því algjörlega ósammála að auðlindaákvæðið væri merkingarlaust. „Í þessu sambandi er ef til vill þýðingarmest að átta sig á því að meginmarkmið frumvarpsins er að árétta fullveldisrétt þjóðarinnar sem landið byggir yfir þeim sameiginlegu auðlindum sem velferð hennar verður reist á um langa framtíð. Tilgangur þess er að renna styrkari stoðum undir auðlindastýringu í núgildandi löggjöf og löggjöf sem sett verður um þetta efni í framtíðinni. Hér er því ekki um nein niðurnjörvuð eignarréttindi að ræða heldur miklu fremur pólitíska stefnuyfirlýsingu sem áréttar fullveldisrétt ríkis og þjóðar yfir þeim auðlindum á íslensku forráðasvæði sem ekki lúta eignarrétti annarra og að þær skuli nýttar með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Í því felst að ríkisvaldið megi veita heimildir til afnota þeirra og nýtingar eins og verið hefur," sagði Geir á þingi í dag. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá við fyrstu umræðu um frumvarpið og hafa nokkrir þeirra úr röðum stjórnarandstöðu gert athugasemdir við frumvarpið. Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. Geir sagði stjórnarandstöðuna hafa reynt að fá Framsóknarflokkinn í lið með sér og ætlað að „skilja Sjálfstæðisflokkinn eftir." Þá sagði hann ummæli Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra um stjórnarslit ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá, bera vott um að Framsóknarflokknum hafi verið alvara í málinu. Ummælin hafi ekki skaðað stjórnarsamstarfið. Í tillögunni að frumvarpinu segir að náttúruauðlindir skuli vera þjóðareign, ef þær eru ekki verndaðar af eignaréttarákvæði stjórnarskrár nú þegar. Allt sem nú er verndað verði virt, en héðan í frá verði ekki hægt að ávinna sér réttindi. Auðlindirnar verði nýttar til hagsbóta allri þjóðinni og verði þjóðareign. Hægt verði að veita einkaaðilum afnot og hagnýtingarrétt og gjaldtaka möguleg. Geir sagði á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að hann væri því algjörlega ósammála að auðlindaákvæðið væri merkingarlaust. „Í þessu sambandi er ef til vill þýðingarmest að átta sig á því að meginmarkmið frumvarpsins er að árétta fullveldisrétt þjóðarinnar sem landið byggir yfir þeim sameiginlegu auðlindum sem velferð hennar verður reist á um langa framtíð. Tilgangur þess er að renna styrkari stoðum undir auðlindastýringu í núgildandi löggjöf og löggjöf sem sett verður um þetta efni í framtíðinni. Hér er því ekki um nein niðurnjörvuð eignarréttindi að ræða heldur miklu fremur pólitíska stefnuyfirlýsingu sem áréttar fullveldisrétt ríkis og þjóðar yfir þeim auðlindum á íslensku forráðasvæði sem ekki lúta eignarrétti annarra og að þær skuli nýttar með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Í því felst að ríkisvaldið megi veita heimildir til afnota þeirra og nýtingar eins og verið hefur," sagði Geir á þingi í dag. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá við fyrstu umræðu um frumvarpið og hafa nokkrir þeirra úr röðum stjórnarandstöðu gert athugasemdir við frumvarpið.
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira