Auðlindafrumvarp lagt fram í ósætti 12. mars 2007 16:06 MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. Geir sagði stjórnarandstöðuna hafa reynt að fá Framsóknarflokkinn í lið með sér og ætlað að „skilja Sjálfstæðisflokkinn eftir." Þá sagði hann ummæli Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra um stjórnarslit ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá, bera vott um að Framsóknarflokknum hafi verið alvara í málinu. Ummælin hafi ekki skaðað stjórnarsamstarfið. Í tillögunni að frumvarpinu segir að náttúruauðlindir skuli vera þjóðareign, ef þær eru ekki verndaðar af eignaréttarákvæði stjórnarskrár nú þegar. Allt sem nú er verndað verði virt, en héðan í frá verði ekki hægt að ávinna sér réttindi. Auðlindirnar verði nýttar til hagsbóta allri þjóðinni og verði þjóðareign. Hægt verði að veita einkaaðilum afnot og hagnýtingarrétt og gjaldtaka möguleg. Geir sagði á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að hann væri því algjörlega ósammála að auðlindaákvæðið væri merkingarlaust. „Í þessu sambandi er ef til vill þýðingarmest að átta sig á því að meginmarkmið frumvarpsins er að árétta fullveldisrétt þjóðarinnar sem landið byggir yfir þeim sameiginlegu auðlindum sem velferð hennar verður reist á um langa framtíð. Tilgangur þess er að renna styrkari stoðum undir auðlindastýringu í núgildandi löggjöf og löggjöf sem sett verður um þetta efni í framtíðinni. Hér er því ekki um nein niðurnjörvuð eignarréttindi að ræða heldur miklu fremur pólitíska stefnuyfirlýsingu sem áréttar fullveldisrétt ríkis og þjóðar yfir þeim auðlindum á íslensku forráðasvæði sem ekki lúta eignarrétti annarra og að þær skuli nýttar með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Í því felst að ríkisvaldið megi veita heimildir til afnota þeirra og nýtingar eins og verið hefur," sagði Geir á þingi í dag. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá við fyrstu umræðu um frumvarpið og hafa nokkrir þeirra úr röðum stjórnarandstöðu gert athugasemdir við frumvarpið. Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. Geir sagði stjórnarandstöðuna hafa reynt að fá Framsóknarflokkinn í lið með sér og ætlað að „skilja Sjálfstæðisflokkinn eftir." Þá sagði hann ummæli Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra um stjórnarslit ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá, bera vott um að Framsóknarflokknum hafi verið alvara í málinu. Ummælin hafi ekki skaðað stjórnarsamstarfið. Í tillögunni að frumvarpinu segir að náttúruauðlindir skuli vera þjóðareign, ef þær eru ekki verndaðar af eignaréttarákvæði stjórnarskrár nú þegar. Allt sem nú er verndað verði virt, en héðan í frá verði ekki hægt að ávinna sér réttindi. Auðlindirnar verði nýttar til hagsbóta allri þjóðinni og verði þjóðareign. Hægt verði að veita einkaaðilum afnot og hagnýtingarrétt og gjaldtaka möguleg. Geir sagði á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að hann væri því algjörlega ósammála að auðlindaákvæðið væri merkingarlaust. „Í þessu sambandi er ef til vill þýðingarmest að átta sig á því að meginmarkmið frumvarpsins er að árétta fullveldisrétt þjóðarinnar sem landið byggir yfir þeim sameiginlegu auðlindum sem velferð hennar verður reist á um langa framtíð. Tilgangur þess er að renna styrkari stoðum undir auðlindastýringu í núgildandi löggjöf og löggjöf sem sett verður um þetta efni í framtíðinni. Hér er því ekki um nein niðurnjörvuð eignarréttindi að ræða heldur miklu fremur pólitíska stefnuyfirlýsingu sem áréttar fullveldisrétt ríkis og þjóðar yfir þeim auðlindum á íslensku forráðasvæði sem ekki lúta eignarrétti annarra og að þær skuli nýttar með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Í því felst að ríkisvaldið megi veita heimildir til afnota þeirra og nýtingar eins og verið hefur," sagði Geir á þingi í dag. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá við fyrstu umræðu um frumvarpið og hafa nokkrir þeirra úr röðum stjórnarandstöðu gert athugasemdir við frumvarpið.
Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira