Hljómsveitin Aerosmith mun halda tónleika í Indlandi 2. júní næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar þarlendis. Munu tónleikarnir fara fram í kvikmynda- og fjármálaborginni Mumbai.
Hljómsveitin, sem saman stendur af fimm rokkurum, hefur gefið út í það minnsta 14 plötur undir sínum formerkjum og spilað saman í meira en fjóra áratugi. Eru tónleikarnir hluti af tónleikaferð þeirra en þeir munu líka koma fram í Dubai og taka lagið víðsvegar um Evrópu.