Viðsnúningur hjá General Motors 14. mars 2007 12:38 Rick Wagoner, forstjóri GM. Mynd/AFP Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 950 milljóna dala, eða 64,6 milljarða króna, hagnaði í fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 6,6 milljarða dala, jafnvirði 448,7 milljarða króna, tap á sama tíma ári fyrr. Ljóst þykir að viðamikil endurskipulagning í rekstri fyrirtækisins og snörp beiting niðurskurðarhnífsins hafi skilað árangri á síðasta ári. Tekjur General Motors drógust hins vegar lítillega saman á tímabilinu. Þær námu 51,2 milljörðum dala, 3.480 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 51,7 milljarða dali, 3.515 milljarða dali á sama fjórðungi árið 2005, samkvæmt nýjustu afkomutölum fyrirtækisins. Fritz Henderson, fjármálastjóri General Motors, segir viðsnúnginn hafa náðst með miklum uppsögnum í framleiðsludeildum fyrirtækisins en auk þess hafi verið dregið úr kostnaði við markaðsetningu. Fyrirtækið sagði upp 34.000 starfsmönnum síðastliðið haust og ákvað að loka 12 verksmiðjum í kjölfar taprekstrar í fyrra. Endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins er hvergi nærri lokið og gera greinendur í Bandaríkjunum ráð fyrir því að það muni skila áframhaldandi taprekstri á þessu ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 950 milljóna dala, eða 64,6 milljarða króna, hagnaði í fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 6,6 milljarða dala, jafnvirði 448,7 milljarða króna, tap á sama tíma ári fyrr. Ljóst þykir að viðamikil endurskipulagning í rekstri fyrirtækisins og snörp beiting niðurskurðarhnífsins hafi skilað árangri á síðasta ári. Tekjur General Motors drógust hins vegar lítillega saman á tímabilinu. Þær námu 51,2 milljörðum dala, 3.480 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 51,7 milljarða dali, 3.515 milljarða dali á sama fjórðungi árið 2005, samkvæmt nýjustu afkomutölum fyrirtækisins. Fritz Henderson, fjármálastjóri General Motors, segir viðsnúnginn hafa náðst með miklum uppsögnum í framleiðsludeildum fyrirtækisins en auk þess hafi verið dregið úr kostnaði við markaðsetningu. Fyrirtækið sagði upp 34.000 starfsmönnum síðastliðið haust og ákvað að loka 12 verksmiðjum í kjölfar taprekstrar í fyrra. Endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins er hvergi nærri lokið og gera greinendur í Bandaríkjunum ráð fyrir því að það muni skila áframhaldandi taprekstri á þessu ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent