Birgjar svara fyrir sig 14. mars 2007 18:56 Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. Hundruð ábendinga hafa borist Neytendastofu um að veitingastaðir og mötuneyti hafi ekki lækkað verð eftir skattalagabreytingarnar fyrsta mars. Sumir veitingamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki lækka. Svigrúmið sé ekkert vegna hækkana hjá birgjum. Fréttastofa hafði samband við ýmsa birgja og veitingamenn í dag. Stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta til landsins, Bananar ehf., sem selur til fjölda veitingastaða, neitar því að verð hjá þeim hafi hækkað á árinu. Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana, segir álagningu fyrirtækisins ekki hafa hækkað. "En aftur á móti á sama tímabili í fyrra hefur tollgengi hækkað um 14% á evru. Þannig að við erum að gera betri innkaup, betri magninnkaup og erum að selja meira. En álagning Banana hefur ekki hækkað." Um tugur veitinga- og kaffihúsa kaupir kaffi frá Kaffitári. En af hverju hækkaði kaffi frá þeim um 4,8% í janúar? "Það var vegna almennra kauphækkana í landinu og svo út af hækkun á kaffiverði," segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Heimsmarkaðsverð á kaffi tók að stíga í október og náði hámarki um áramótin. Aðalheiður segir að megnið af því kaffi sem fyrirtækið kaupi sé einmitt keypt í desember. Kaffitár kaupir mikið frá Mið-Ameríku, segir Aðalheiður, og uppskerurnar þar eru að koma í hús í desember og um þá er Kaffitár að gera framvirka samninga beint við bændur til nokkurra ára. Aðalheiður segir einnig nokkuð launaskrið hafa orðið vegna þess að erfitt hafi verið að fá starfsfólk. Rétt er að taka fram að verð á kaffihúsum Kaffitárs lækkaði að meðaltali um fjórtán prósent þann fyrsta mars. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verð á kjöti frá birgjum til veitingastaða hækkað um allt að 20 prósent frá miðju síðasta ári. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum sagði í samtali við fréttastofu í dag að nautakjöt frá sláturhúsum hefði hækkað um 7-8 prósent frá því í september. Ferskar kjötvörur hefði ekki skilað því út í verð til veitingastaða fyrr en fjórum mánuðum síðar og var þá hækkað um 5-6 prósent. Þá hafi svínakjöt hækkað í janúar vegna launahækkana og dýrari aðfanga. Leifur segir að síðastliðið hálft annað ár hafi verðstríð geisað milli sláturleyfishafa og kjötskorturinn hafi hækkað mjög verð, meðal annars á nautakjöti. Hækkanir sem kjötvinnslurnar hafi tekið á sig að hluta. . Fréttir Innlent Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. Hundruð ábendinga hafa borist Neytendastofu um að veitingastaðir og mötuneyti hafi ekki lækkað verð eftir skattalagabreytingarnar fyrsta mars. Sumir veitingamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki lækka. Svigrúmið sé ekkert vegna hækkana hjá birgjum. Fréttastofa hafði samband við ýmsa birgja og veitingamenn í dag. Stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta til landsins, Bananar ehf., sem selur til fjölda veitingastaða, neitar því að verð hjá þeim hafi hækkað á árinu. Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana, segir álagningu fyrirtækisins ekki hafa hækkað. "En aftur á móti á sama tímabili í fyrra hefur tollgengi hækkað um 14% á evru. Þannig að við erum að gera betri innkaup, betri magninnkaup og erum að selja meira. En álagning Banana hefur ekki hækkað." Um tugur veitinga- og kaffihúsa kaupir kaffi frá Kaffitári. En af hverju hækkaði kaffi frá þeim um 4,8% í janúar? "Það var vegna almennra kauphækkana í landinu og svo út af hækkun á kaffiverði," segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Heimsmarkaðsverð á kaffi tók að stíga í október og náði hámarki um áramótin. Aðalheiður segir að megnið af því kaffi sem fyrirtækið kaupi sé einmitt keypt í desember. Kaffitár kaupir mikið frá Mið-Ameríku, segir Aðalheiður, og uppskerurnar þar eru að koma í hús í desember og um þá er Kaffitár að gera framvirka samninga beint við bændur til nokkurra ára. Aðalheiður segir einnig nokkuð launaskrið hafa orðið vegna þess að erfitt hafi verið að fá starfsfólk. Rétt er að taka fram að verð á kaffihúsum Kaffitárs lækkaði að meðaltali um fjórtán prósent þann fyrsta mars. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verð á kjöti frá birgjum til veitingastaða hækkað um allt að 20 prósent frá miðju síðasta ári. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum sagði í samtali við fréttastofu í dag að nautakjöt frá sláturhúsum hefði hækkað um 7-8 prósent frá því í september. Ferskar kjötvörur hefði ekki skilað því út í verð til veitingastaða fyrr en fjórum mánuðum síðar og var þá hækkað um 5-6 prósent. Þá hafi svínakjöt hækkað í janúar vegna launahækkana og dýrari aðfanga. Leifur segir að síðastliðið hálft annað ár hafi verðstríð geisað milli sláturleyfishafa og kjötskorturinn hafi hækkað mjög verð, meðal annars á nautakjöti. Hækkanir sem kjötvinnslurnar hafi tekið á sig að hluta. .
Fréttir Innlent Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira