Barclays og ABN Amro í samrunaviðræðum? 19. mars 2007 05:15 Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. Breska blaðið Sunday Telegraph segir stjórnir bankanna hafa rætt málin í febrúar. En stjórnir beggja banka neita að staðfesta fregnina. Að sögn Sunday Times munu vera liðin tvö ár síðan stjórnir bankanna ræddu fyrst um hugsanlegan samruna. Líti stjórn Barclays líta á sig sem riddarann á hvíta hestinum sem komi ABN Amro til hjálpar. Hollenski bankinn hefur átt í nokkrum vandræðum og meðal annars þurft að segja upp starfsfólki og selja eignir og einingar undan fyrirtækjahatti sínum til að hagræða í rekstri. Bankinn hefur stækkað mikið á síðasliðnum árum og vinnur að landvinningum til að stækka markaðshlutdeild sína. Breska ríkisútvarpið, BBC, vitnar til greinenda, sem telja annað hvort líkur á að ABN Amro veði seldur í einu lagi eða í einingum vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika. Með samruna bankanna opnast Barclays miklir möguleikar vegna þeirra miklu útvíkkunar sem ABN Amro hefur staðið fyrir. Sérstaklega mun Barclays hafa hug á að ná hlutdeild í starfsemi hollenska bankans í Asíu, að mati Sunday Times. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. Breska blaðið Sunday Telegraph segir stjórnir bankanna hafa rætt málin í febrúar. En stjórnir beggja banka neita að staðfesta fregnina. Að sögn Sunday Times munu vera liðin tvö ár síðan stjórnir bankanna ræddu fyrst um hugsanlegan samruna. Líti stjórn Barclays líta á sig sem riddarann á hvíta hestinum sem komi ABN Amro til hjálpar. Hollenski bankinn hefur átt í nokkrum vandræðum og meðal annars þurft að segja upp starfsfólki og selja eignir og einingar undan fyrirtækjahatti sínum til að hagræða í rekstri. Bankinn hefur stækkað mikið á síðasliðnum árum og vinnur að landvinningum til að stækka markaðshlutdeild sína. Breska ríkisútvarpið, BBC, vitnar til greinenda, sem telja annað hvort líkur á að ABN Amro veði seldur í einu lagi eða í einingum vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika. Með samruna bankanna opnast Barclays miklir möguleikar vegna þeirra miklu útvíkkunar sem ABN Amro hefur staðið fyrir. Sérstaklega mun Barclays hafa hug á að ná hlutdeild í starfsemi hollenska bankans í Asíu, að mati Sunday Times.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent