Gullgrafaraæði í Reykjanesbæ 19. mars 2007 18:30 Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. Það reka sjálfsagt margir upp stór augu þegar þeir bruna framhjá skilti við Reykjanesbæ þar sem stendur að 1820 íbúðir séu í byggingu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að byggingarleyfi fyrir um 1000 íbúðir hafi verið veitt. Talan 1820 - sé til að hressa upp á mannskapinn. En samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar er þessi tala ekkert grín. Fyrir rúmum tveimur árum var Tjarnarhverfið skipulagt undir 550-600 íbúðir. Þá var í fyrra úthlutað lóðum í Dalshverfi eitt undir 500 íbúðir. Ekki dugði það til svo lóðum undir aðrar 500 var úthlutað í Dalshverfi tvö. Það nýjasta er svo Ásahverfi þar sem 130 lóðum undir einbýli var nýlega úthlutað. Alls eru þetta um 1730 íbúðir. Þar að auki er verið að þétta byggð í Reykjanesbæ og bygging á níu blokkum ýmist í bígerð eða hafin. Samtals gera þetta rösklega 1900 íbúðir og til að manna þær þyrfti íbúum Reykjanesbæjar að fjölga um næstum 4400, eða 30%. Aðspurður hvaðan allt þetta fólk á að koma, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, að íbúum bæjarins hafi fjölgað og fjölgi enn.Hann segir fjölskyldufólk líta til þess að þarna fáist húsnæði á 20-30% lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu, eins sé nokkuð um aðflutta útlendinga og námsfólk.Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista framsóknarmanna og Samfylkingar, í minnihlutanum segir uppbygginguna tvíbenta. Menn sitji uppi með eignir sem þeir geti ekki selt. "Ég held að það hafi gerst í síðustu kosningum að menn náðu því að kjafta íbúa þessa sveitarfélags upp í einhvers konar Klondike æði og það eru margir sem hafa farið sneypuför út af því."Aðspurður um gagnrýni minnihlutans, segir Árni: "Ja, eitthvað þarf minnihlutinn að segja þegar svona vel gengur."Bæjarfélagið tók 800 milljón króna lán í haust til að standa straum af gatnagerð og fleiru. "Menn gáfu það í skyn í síðustu kosningum að þetta væri sjálfbær framkvæmd en hún hefur engu skilað og menn eru nánast að verða búnir að skuldsetja sveitarfélagið fyrir einum milljarði út af þessum framkvæmdum," segir Guðbrandur.Árni segir bæjarfélagið vilja gera byggingarsvæði klár með malbikuðum götum og ljósastaurum áður en hafist er handa. Tekjur af lóðaúthlutunum skili sér inn á 4-5 árum. Þangað til þurfi að fjármagna slíka uppbyggingu með láni. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. Það reka sjálfsagt margir upp stór augu þegar þeir bruna framhjá skilti við Reykjanesbæ þar sem stendur að 1820 íbúðir séu í byggingu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að byggingarleyfi fyrir um 1000 íbúðir hafi verið veitt. Talan 1820 - sé til að hressa upp á mannskapinn. En samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar er þessi tala ekkert grín. Fyrir rúmum tveimur árum var Tjarnarhverfið skipulagt undir 550-600 íbúðir. Þá var í fyrra úthlutað lóðum í Dalshverfi eitt undir 500 íbúðir. Ekki dugði það til svo lóðum undir aðrar 500 var úthlutað í Dalshverfi tvö. Það nýjasta er svo Ásahverfi þar sem 130 lóðum undir einbýli var nýlega úthlutað. Alls eru þetta um 1730 íbúðir. Þar að auki er verið að þétta byggð í Reykjanesbæ og bygging á níu blokkum ýmist í bígerð eða hafin. Samtals gera þetta rösklega 1900 íbúðir og til að manna þær þyrfti íbúum Reykjanesbæjar að fjölga um næstum 4400, eða 30%. Aðspurður hvaðan allt þetta fólk á að koma, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, að íbúum bæjarins hafi fjölgað og fjölgi enn.Hann segir fjölskyldufólk líta til þess að þarna fáist húsnæði á 20-30% lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu, eins sé nokkuð um aðflutta útlendinga og námsfólk.Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista framsóknarmanna og Samfylkingar, í minnihlutanum segir uppbygginguna tvíbenta. Menn sitji uppi með eignir sem þeir geti ekki selt. "Ég held að það hafi gerst í síðustu kosningum að menn náðu því að kjafta íbúa þessa sveitarfélags upp í einhvers konar Klondike æði og það eru margir sem hafa farið sneypuför út af því."Aðspurður um gagnrýni minnihlutans, segir Árni: "Ja, eitthvað þarf minnihlutinn að segja þegar svona vel gengur."Bæjarfélagið tók 800 milljón króna lán í haust til að standa straum af gatnagerð og fleiru. "Menn gáfu það í skyn í síðustu kosningum að þetta væri sjálfbær framkvæmd en hún hefur engu skilað og menn eru nánast að verða búnir að skuldsetja sveitarfélagið fyrir einum milljarði út af þessum framkvæmdum," segir Guðbrandur.Árni segir bæjarfélagið vilja gera byggingarsvæði klár með malbikuðum götum og ljósastaurum áður en hafist er handa. Tekjur af lóðaúthlutunum skili sér inn á 4-5 árum. Þangað til þurfi að fjármagna slíka uppbyggingu með láni.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira