Sinfónía Norðurlands gerir tímamótasamning 22. mars 2007 14:13 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Gilinu 2006. MYND/Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Nýr samningur á milli Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands var undirritaður í dag. Samningurinn tekur til starfsemi hljómsveitarinnar næstu þrjú árin. Með honum er tryggð áframhaldandi starfsemi hljómsveitarinnar. Framlög hækka um samtals 10,5 m.kr. á samningstímanum. Samningurinn er reistur á samstarfssamningi ríkisins og Akureyrarbæjar um samstarf í menningarmálum. Meginmarkmiðið er að styðja við uppbyggingu SN sem meginstoð sígildrar tónlistar utan höfuðborgarsvæðisins. Með þessum hætti er er stuðlað að því að Akureyri verði þungamiðja öflugs menningarstarfs. Áfram verður lögð áhersla á skapandi starf með börnum á Akureyri og í nágrenni en hljómsveitin hefur á undanförnum árum staðið fyrir kynningar- og fræðslustarfi fyrir grunnskólanemendur. Helstu tímamótin á samningstímanum eru þau að menningarhúsið Hof verður tekið í notkun en þar verður aðalstarfsvettvangur hljómsveitarinnar. Þetta kemur til með að breyta möguleikum hljómsveitarinnar, auk þess sem áheyrendum verður boðið upp á fyrirmyndaraðstöðu. Stefnt er að því að hljómsveitin haldi tónleika mánaðarlega yfir vetrartímann eftir að hún flytur í Hof. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, er að sögn ákaflega ánægð með nýja samninginn. Hún segir bæjarbúa stolta af hljómsveitinni, en starfsemi hennar sé eitt af því sem hefur eflt og styrkt ímynd Akureyrar á undanförnum árum. Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Nýr samningur á milli Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands var undirritaður í dag. Samningurinn tekur til starfsemi hljómsveitarinnar næstu þrjú árin. Með honum er tryggð áframhaldandi starfsemi hljómsveitarinnar. Framlög hækka um samtals 10,5 m.kr. á samningstímanum. Samningurinn er reistur á samstarfssamningi ríkisins og Akureyrarbæjar um samstarf í menningarmálum. Meginmarkmiðið er að styðja við uppbyggingu SN sem meginstoð sígildrar tónlistar utan höfuðborgarsvæðisins. Með þessum hætti er er stuðlað að því að Akureyri verði þungamiðja öflugs menningarstarfs. Áfram verður lögð áhersla á skapandi starf með börnum á Akureyri og í nágrenni en hljómsveitin hefur á undanförnum árum staðið fyrir kynningar- og fræðslustarfi fyrir grunnskólanemendur. Helstu tímamótin á samningstímanum eru þau að menningarhúsið Hof verður tekið í notkun en þar verður aðalstarfsvettvangur hljómsveitarinnar. Þetta kemur til með að breyta möguleikum hljómsveitarinnar, auk þess sem áheyrendum verður boðið upp á fyrirmyndaraðstöðu. Stefnt er að því að hljómsveitin haldi tónleika mánaðarlega yfir vetrartímann eftir að hún flytur í Hof. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, er að sögn ákaflega ánægð með nýja samninginn. Hún segir bæjarbúa stolta af hljómsveitinni, en starfsemi hennar sé eitt af því sem hefur eflt og styrkt ímynd Akureyrar á undanförnum árum.
Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira