Öruggt vatn er jafnréttismál 22. mars 2007 19:30 Tæpur fimmtungur jarðarbúa hefur ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og fjórir af hverjum tíu hafa ekki aðgang að viðunandi frárennslisaðstöðu. Hreint vatn er brýnasta jafnréttismál þróunarlandanna að mati fræðslufulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar. Fá lönd búa við viðlíka ofgnótt vatns eins og við Íslendingar, raunar er vatn munaðarvara fyrir stóran hluta mannkyns. Staðreyndirnar tala sínu máli. Talið er að fimm þúsund börn láti lífið á hverjum einasta degi vegna skorts á öruggu neysluvatni. Nálega fimmtungur mannkyns er í þeirri hörmulegu stöðu að hreint og öruggt vatn er ekki innan seilingar. Sameinuðu þjóðirnar hvöttu til þess í dag, á alþjóðlegum degi vatnsins að baráttan gegn vatnsskorti yrði sett í öndvegi. Af þessu tilefni efndu Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, og fleiri aðilar til ráðstefnu í Orkuveituhúsinu í dag. Þar var Hjálparstarfi kirkjunnar afhentur styrkur til smíði fjögurra brunna á starfssvæðum þess í Afríku. Anna Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins segir að aðgangur að öruggu vatni skipti sköpum upp á almenna heilbrigði, svo og skilvirk frárennsliskerfi. Þótt það liggi hins vegar ekki í augum uppi þá er slíkur aðgangur einnig brýnt jafnréttismál. Konur þurfa oftar en ekki að sækja vatn, oft langar leiðir og það tefur það frá námi og öðrum störfum. Þá segir Anna að brottfall stúlkna úr skólum í þróunarlöndunum sé mikið, meðal annars vegna þess að þær hafi þar ekki aðgang að salernum. Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Tæpur fimmtungur jarðarbúa hefur ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og fjórir af hverjum tíu hafa ekki aðgang að viðunandi frárennslisaðstöðu. Hreint vatn er brýnasta jafnréttismál þróunarlandanna að mati fræðslufulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar. Fá lönd búa við viðlíka ofgnótt vatns eins og við Íslendingar, raunar er vatn munaðarvara fyrir stóran hluta mannkyns. Staðreyndirnar tala sínu máli. Talið er að fimm þúsund börn láti lífið á hverjum einasta degi vegna skorts á öruggu neysluvatni. Nálega fimmtungur mannkyns er í þeirri hörmulegu stöðu að hreint og öruggt vatn er ekki innan seilingar. Sameinuðu þjóðirnar hvöttu til þess í dag, á alþjóðlegum degi vatnsins að baráttan gegn vatnsskorti yrði sett í öndvegi. Af þessu tilefni efndu Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, og fleiri aðilar til ráðstefnu í Orkuveituhúsinu í dag. Þar var Hjálparstarfi kirkjunnar afhentur styrkur til smíði fjögurra brunna á starfssvæðum þess í Afríku. Anna Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins segir að aðgangur að öruggu vatni skipti sköpum upp á almenna heilbrigði, svo og skilvirk frárennsliskerfi. Þótt það liggi hins vegar ekki í augum uppi þá er slíkur aðgangur einnig brýnt jafnréttismál. Konur þurfa oftar en ekki að sækja vatn, oft langar leiðir og það tefur það frá námi og öðrum störfum. Þá segir Anna að brottfall stúlkna úr skólum í þróunarlöndunum sé mikið, meðal annars vegna þess að þær hafi þar ekki aðgang að salernum.
Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila