Myrtur á heimsmeistaramótinu í krikket 23. mars 2007 19:15 Landsliðsþjálfari Pakistana í krikket var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Bob Woolmer var 58 ára. Hann var vel þekktur í krikketheiminum. Hann var landsliðsmaður Englendinga á árum áður og síðan landsliðsþjálfari Suður-Afríku og nú síðast Pakistans. Hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í Kingston á Jamaíku fyrir tæpri viku, skömmu eftir að ljóst var að Pakistanar færu ekki lengra á heimsmeistaramótinu í krikket sem nú er haldið í Vestur-Indíum. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Krufning leiddi í ljós að Woolmer var kyrktur. Lögregla segir að töluverðu afli hefði þurft að beita þar sem Woolmer hafi verið stór og stæðilegur. Ekki sé vitað hvort einn ódæðismaður eða fleiri hafi verið að verki. Leikmenn pakistanska liðsins hafa allir verið yfirheyrðir og fingraför tekin af þeim. Enginn úr þeim hópi mun þó grunaður að sögn lögreglu. Lögregla er þó viss um að Woolmer hafi þekkt árásarmann sinn - engin merki séu um að brotist hafi verið inn og engu stolið. Því er þó haldið fram í sumum miðlum að handriti af sjálfsævisögu Woolmers hafi verið stolið en þar hafi hann, meðal annars, sagt frá mútumálum tengdum krikketíþróttinni. Því hefur verið velt fram að hann hafi ætlað að tjá sig um þau mál opinberlega eftir mótið. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um þennan anga málsins. Heimsmeistaramótinu í krikket verður ekki frestað vegna voðaverksins þó það hafi verið lagt til. Talsmaður alþjóða krikket-sambandsins segir Paul Cordon, fyrrverandi yfirmann Lundúnalögreglunnar, ætla að veita aðstoð við rannsókn á morðinu en Cordon hefur tekið virkan þátt í rannsóknum á mútumálum sem tengst hafa krikketíþróttinni. Woolmer er Pakistönum harmdauði enda náð nokkrum árangri með landsliðið þeirra síðan hann tók við því árið 2004. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, tilkynnti í dag að Woolmer yrði veitt æðsta borgaralega orða landsins. Erlent Fréttir Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Landsliðsþjálfari Pakistana í krikket var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Bob Woolmer var 58 ára. Hann var vel þekktur í krikketheiminum. Hann var landsliðsmaður Englendinga á árum áður og síðan landsliðsþjálfari Suður-Afríku og nú síðast Pakistans. Hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í Kingston á Jamaíku fyrir tæpri viku, skömmu eftir að ljóst var að Pakistanar færu ekki lengra á heimsmeistaramótinu í krikket sem nú er haldið í Vestur-Indíum. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Krufning leiddi í ljós að Woolmer var kyrktur. Lögregla segir að töluverðu afli hefði þurft að beita þar sem Woolmer hafi verið stór og stæðilegur. Ekki sé vitað hvort einn ódæðismaður eða fleiri hafi verið að verki. Leikmenn pakistanska liðsins hafa allir verið yfirheyrðir og fingraför tekin af þeim. Enginn úr þeim hópi mun þó grunaður að sögn lögreglu. Lögregla er þó viss um að Woolmer hafi þekkt árásarmann sinn - engin merki séu um að brotist hafi verið inn og engu stolið. Því er þó haldið fram í sumum miðlum að handriti af sjálfsævisögu Woolmers hafi verið stolið en þar hafi hann, meðal annars, sagt frá mútumálum tengdum krikketíþróttinni. Því hefur verið velt fram að hann hafi ætlað að tjá sig um þau mál opinberlega eftir mótið. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um þennan anga málsins. Heimsmeistaramótinu í krikket verður ekki frestað vegna voðaverksins þó það hafi verið lagt til. Talsmaður alþjóða krikket-sambandsins segir Paul Cordon, fyrrverandi yfirmann Lundúnalögreglunnar, ætla að veita aðstoð við rannsókn á morðinu en Cordon hefur tekið virkan þátt í rannsóknum á mútumálum sem tengst hafa krikketíþróttinni. Woolmer er Pakistönum harmdauði enda náð nokkrum árangri með landsliðið þeirra síðan hann tók við því árið 2004. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, tilkynnti í dag að Woolmer yrði veitt æðsta borgaralega orða landsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira