Kúbumenn og Svíar í hár saman 24. mars 2007 19:00 Stirt er á milli Svía og Kúbumanna eftir að sænski utanríkisráðherrann sagði mannréttindabrot viðgangast á Kúbu. Svíar saka þá einnig um að hnýsast í póst sænska sendiráðsins í Havana. Kúbumenn segjast á móti ekki hegða sér eins og víkingar forðum daga. Deilan hófst þegar Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrr í vikunni. Þar sagði hann sagði mannréttindabrot framin í mörgum löndum heims, þar á meðal á Kúbu. Þetta tóku Kúbumenn óstinnt upp. Rudolfo Reyes Rodriguez, fulltrúi Kúbu í Mannréttindaráði SÞ, sagði Kúbumenn, ólíkt Svíum, ekki ofsækja farandverkamenn eða fremja þjóðarmorð til að tryggja að húð- og hárlitur sem minni á víkinga haldist í landinu. Þetta mislíkaði Svíum. Bildt sagði aðeins fulltrúa örvintingarfullra ríkja láta nokkuð þessu líkt út úr sér. Svíar, sem og aðrir, hafi rétt til að tjá sig um það hverjir þeir telji viðra frelsi og mannréttindi, sem vanti á Kúbu, án þess að þurfa að þola móðgun sem þessa. Bildt segir að sendiherra Kúbumanna í Svíþjóð hafi verið kallaður til fundar í sænska utanríkisráðuneytinu til að ræða ummæli Rodriguez sem Svíum þættu óásættanleg. Hann var einnig beðinn um að rannsaka hvort yfirvöld í Havana væru að opna póst sem ætti að fara í sænska sendiráðið þar - áður en hann færi í réttar hendur. Bildt segir slíkt óásættanlegt, alþjóðlegir sáttmálar banni slíkt og þetta megi ekki gerast. Kúbumenn fái að kanna þetta mál og heyra frá Svíum um það. Erlent Fréttir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Stirt er á milli Svía og Kúbumanna eftir að sænski utanríkisráðherrann sagði mannréttindabrot viðgangast á Kúbu. Svíar saka þá einnig um að hnýsast í póst sænska sendiráðsins í Havana. Kúbumenn segjast á móti ekki hegða sér eins og víkingar forðum daga. Deilan hófst þegar Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrr í vikunni. Þar sagði hann sagði mannréttindabrot framin í mörgum löndum heims, þar á meðal á Kúbu. Þetta tóku Kúbumenn óstinnt upp. Rudolfo Reyes Rodriguez, fulltrúi Kúbu í Mannréttindaráði SÞ, sagði Kúbumenn, ólíkt Svíum, ekki ofsækja farandverkamenn eða fremja þjóðarmorð til að tryggja að húð- og hárlitur sem minni á víkinga haldist í landinu. Þetta mislíkaði Svíum. Bildt sagði aðeins fulltrúa örvintingarfullra ríkja láta nokkuð þessu líkt út úr sér. Svíar, sem og aðrir, hafi rétt til að tjá sig um það hverjir þeir telji viðra frelsi og mannréttindi, sem vanti á Kúbu, án þess að þurfa að þola móðgun sem þessa. Bildt segir að sendiherra Kúbumanna í Svíþjóð hafi verið kallaður til fundar í sænska utanríkisráðuneytinu til að ræða ummæli Rodriguez sem Svíum þættu óásættanleg. Hann var einnig beðinn um að rannsaka hvort yfirvöld í Havana væru að opna póst sem ætti að fara í sænska sendiráðið þar - áður en hann færi í réttar hendur. Bildt segir slíkt óásættanlegt, alþjóðlegir sáttmálar banni slíkt og þetta megi ekki gerast. Kúbumenn fái að kanna þetta mál og heyra frá Svíum um það.
Erlent Fréttir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira