Bretar hafni stjórnarskrá ESB 29. mars 2007 18:45 Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. William Hague kom til landsins í gær og síðdegis átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Þjóðmenningarhúsinu. Síðan snæddi hann kvöldverð með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Sem talsmaður Íhaldsmanna í utanríkismálum verður Hague utanríkisráðherra Breta vinni flokkur hans sigur í næstu kosningum eftir tvö eða þrjú ár. Af þeirri ástæðu heimsækir hann nú þau ríki sem Bretar eiga í mestum samskiptum við, þar á meðal Ísland. Hague segir kannanir gefa Íhaldsmönnum tilefni til meiri bjartsýni fyrir næstu kosningarnar eftir tvö til þrjú ár. David Cameron, nýr leiðtogi flokksins, hafi byrjað vel. Liðið í kringum hann sé gott og flokkurinn með forystu í flestum könnunum. Því eigi Íhaldsmenn góða möguleika í næstu kosningum. Margt sé þó óunnið. Hague segir mikið keppnisskap í breskum stjórnmálamönnum. Næst geti hvor stóru flokkanna sem er unnið en það sé ólíkt síðustu þremur kosningum þar sem legið hafi nokkurn vegin fyrir að Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta á þingi. Hague segir að í utanríkismálum leggi flokkurinn áherslu á að styrkja samskiptin við Bandaríkjamenn, en þó þannig að Bretar verði þeim ekki undirgefnir. Mikilvægt verði einnig að bæta samskipti við múslimaríki, til dæmis við Persaflóa og í Norður-Afríku. Einnig þurfi að gera endurbætur á ýmsum alþjóðastofnunum, þar á meðal öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að Evrópumálum hafa Íhaldsmenn ákveðnar skoðanir. Hague segir það skoðun Íhalsmanna að ESB eigi að einbeita sér að því að þróa raunverulegan sameigilegan markað, tryggja frjáls viðskipti önnur Evrópulönd og lönd utan álfunnar. Taka eigi á loftslagsmálum og fátækt í heiminum. Ekki eigi að stefna að því að gera ESB að miðstýrði pólitískri einingu. Ekki eigi að samþykkja stjórnarskrá ESB og ekki eigi að taka upp Evruna. Hague vildi ekki tjá sig um það hvort hann teldi rétt fyrir Íslendinga að sækja um aðild að sambandinu. Það væri þjóðarinnar að ákveða. Hann sagði þó breska Íhaldsmenn hlynnta stækkun ESB. Erlent Fréttir Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. William Hague kom til landsins í gær og síðdegis átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Þjóðmenningarhúsinu. Síðan snæddi hann kvöldverð með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Sem talsmaður Íhaldsmanna í utanríkismálum verður Hague utanríkisráðherra Breta vinni flokkur hans sigur í næstu kosningum eftir tvö eða þrjú ár. Af þeirri ástæðu heimsækir hann nú þau ríki sem Bretar eiga í mestum samskiptum við, þar á meðal Ísland. Hague segir kannanir gefa Íhaldsmönnum tilefni til meiri bjartsýni fyrir næstu kosningarnar eftir tvö til þrjú ár. David Cameron, nýr leiðtogi flokksins, hafi byrjað vel. Liðið í kringum hann sé gott og flokkurinn með forystu í flestum könnunum. Því eigi Íhaldsmenn góða möguleika í næstu kosningum. Margt sé þó óunnið. Hague segir mikið keppnisskap í breskum stjórnmálamönnum. Næst geti hvor stóru flokkanna sem er unnið en það sé ólíkt síðustu þremur kosningum þar sem legið hafi nokkurn vegin fyrir að Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta á þingi. Hague segir að í utanríkismálum leggi flokkurinn áherslu á að styrkja samskiptin við Bandaríkjamenn, en þó þannig að Bretar verði þeim ekki undirgefnir. Mikilvægt verði einnig að bæta samskipti við múslimaríki, til dæmis við Persaflóa og í Norður-Afríku. Einnig þurfi að gera endurbætur á ýmsum alþjóðastofnunum, þar á meðal öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að Evrópumálum hafa Íhaldsmenn ákveðnar skoðanir. Hague segir það skoðun Íhalsmanna að ESB eigi að einbeita sér að því að þróa raunverulegan sameigilegan markað, tryggja frjáls viðskipti önnur Evrópulönd og lönd utan álfunnar. Taka eigi á loftslagsmálum og fátækt í heiminum. Ekki eigi að stefna að því að gera ESB að miðstýrði pólitískri einingu. Ekki eigi að samþykkja stjórnarskrá ESB og ekki eigi að taka upp Evruna. Hague vildi ekki tjá sig um það hvort hann teldi rétt fyrir Íslendinga að sækja um aðild að sambandinu. Það væri þjóðarinnar að ákveða. Hann sagði þó breska Íhaldsmenn hlynnta stækkun ESB.
Erlent Fréttir Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira