NBA - Tveir leikir í framlengingu 1. apríl 2007 10:08 Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Að loknum þriðja leikhluta höfðu heimamenn í New Orleans 9 stiga forskot, 72- 63. En þá tók við ævintýraleg spilamennska hjá New York sem náði að vinna muninn upp. Þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum setti Nate Robinson niður þriggja stiga körfu af löngu færi og kom gestunum einu stigi yfir, 89-88. Heimamenn náðu forystunni að nýju en þegar 10 sekúndur voru eftir átti Robinson aftur örvæntingarfulla tilraun að körfu New Orleans liðsins og tókst að jafna leikinn, 92-92 og knúði fram framlengingu. Eddy Curry fór á kostum í liði New York en hann skoraði 34 stig sem dugði liðinu ekki til sigurs í gærkvöldi. Í framlengingunni voru það heimamenn sem höfðu betur. Troðslukarfa Desmond Mason náði 9 stiga forskoti fyrir New Orleans sem fór með sigur af hólmi, 103-94. David West var stigahæstur New ORleans með 20 stig. Í Cicago tóku heimamenn í Bulls á móti Lebron James og félögum í Cleveland. Sá leikur var einnig æsispennandi. Þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan jöfn 100-100 en Cleveland með boltann. Sasha Pavlovic tókst hins vegar ekki að koma honum í körfuna gegn sterkri vörn Chicago liðsins svo framlengja þurfti leikinn. Og í framlengingunni var það hinn óviðjafnanlegi LeBron James sem reyndist hetja Cleveland liðsins. Hann skoraði 39 stig í leiknum og reyndist bjargvættur sinna manna í framlenginni. Ben Gordon sem skoraði 37 stig fyrir Chicago misnotaði tækifæri á lokaandartökunum og Cleveland fagnaði sigri, 112.108. Í hinum leikjunum vann New Jersey nauman sigur á Fíladelfíu. 86-82 og LA Clippers lagði Portland, 99-86. Erlendar Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Að loknum þriðja leikhluta höfðu heimamenn í New Orleans 9 stiga forskot, 72- 63. En þá tók við ævintýraleg spilamennska hjá New York sem náði að vinna muninn upp. Þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum setti Nate Robinson niður þriggja stiga körfu af löngu færi og kom gestunum einu stigi yfir, 89-88. Heimamenn náðu forystunni að nýju en þegar 10 sekúndur voru eftir átti Robinson aftur örvæntingarfulla tilraun að körfu New Orleans liðsins og tókst að jafna leikinn, 92-92 og knúði fram framlengingu. Eddy Curry fór á kostum í liði New York en hann skoraði 34 stig sem dugði liðinu ekki til sigurs í gærkvöldi. Í framlengingunni voru það heimamenn sem höfðu betur. Troðslukarfa Desmond Mason náði 9 stiga forskoti fyrir New Orleans sem fór með sigur af hólmi, 103-94. David West var stigahæstur New ORleans með 20 stig. Í Cicago tóku heimamenn í Bulls á móti Lebron James og félögum í Cleveland. Sá leikur var einnig æsispennandi. Þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan jöfn 100-100 en Cleveland með boltann. Sasha Pavlovic tókst hins vegar ekki að koma honum í körfuna gegn sterkri vörn Chicago liðsins svo framlengja þurfti leikinn. Og í framlengingunni var það hinn óviðjafnanlegi LeBron James sem reyndist hetja Cleveland liðsins. Hann skoraði 39 stig í leiknum og reyndist bjargvættur sinna manna í framlenginni. Ben Gordon sem skoraði 37 stig fyrir Chicago misnotaði tækifæri á lokaandartökunum og Cleveland fagnaði sigri, 112.108. Í hinum leikjunum vann New Jersey nauman sigur á Fíladelfíu. 86-82 og LA Clippers lagði Portland, 99-86.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sjá meira