Níu handteknir eftir hnífabardaga 9. apríl 2007 19:02 Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður sem reyndi að skakka leikinn lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum. Átökin brutust út á Tiger næturklúbbnum í Álaborg aðfaranótt sunnudags. Tvær klíkur höfðu fyrr um kvöldið haldið saman samkvæmi í Álaborg og síðan var haldið út á lífið. Þegar á skemmtistaðinn kom skarst í odda með nokkrum úr annarri klíkunni og hóp ungra manna. Engum togum skipti að hnífar voru teknir upp og fljótlega var allt komið í háaloft. Tuttugu og eins árs maður sem reyndi að stöðva átökin lést af stungusárum. Hann fannst liggjandi í blóði sínu fyrir utan söluturn í nágrenninu, en hafði þá misst of mikið blóð til að hægt væri að bjarga honum. Sex aðrir slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Tveir árásarmannanna flýðu til Svíþjóðar eftir atvikið, en rauður Ferrari bíll þeirra fannst skömmu yfirgefinn í Malmö síðar um nóttina. Lögregla gaf út viðvörun vegna mannanna í fjölmiðlum og í gær gáfu þeir sig svo fram við lögregluna í Kaupmannahöfn. Ekki eru þó nægar sannanir gegn þeim til að halda þeim í gæsluvarðhaldi á meðan málið verður rannsakað frekar. Alls hafa níu manns verið handteknir vegna málsins, en lögreglan í Danmörku vill lítið gefa upp að svo stöddu. Erlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður sem reyndi að skakka leikinn lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum. Átökin brutust út á Tiger næturklúbbnum í Álaborg aðfaranótt sunnudags. Tvær klíkur höfðu fyrr um kvöldið haldið saman samkvæmi í Álaborg og síðan var haldið út á lífið. Þegar á skemmtistaðinn kom skarst í odda með nokkrum úr annarri klíkunni og hóp ungra manna. Engum togum skipti að hnífar voru teknir upp og fljótlega var allt komið í háaloft. Tuttugu og eins árs maður sem reyndi að stöðva átökin lést af stungusárum. Hann fannst liggjandi í blóði sínu fyrir utan söluturn í nágrenninu, en hafði þá misst of mikið blóð til að hægt væri að bjarga honum. Sex aðrir slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Tveir árásarmannanna flýðu til Svíþjóðar eftir atvikið, en rauður Ferrari bíll þeirra fannst skömmu yfirgefinn í Malmö síðar um nóttina. Lögregla gaf út viðvörun vegna mannanna í fjölmiðlum og í gær gáfu þeir sig svo fram við lögregluna í Kaupmannahöfn. Ekki eru þó nægar sannanir gegn þeim til að halda þeim í gæsluvarðhaldi á meðan málið verður rannsakað frekar. Alls hafa níu manns verið handteknir vegna málsins, en lögreglan í Danmörku vill lítið gefa upp að svo stöddu.
Erlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila