Fjárfestar hættir við yfirtöku á Sainsbury 11. apríl 2007 14:40 Kæliborðið í einni af verslunum Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands. Mynd/AFP Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. Sjóðirnir hækkuðu tilboð sitt úr 562 pensum á hlut í 582 pens í vikubyrjun auk ýmissa annarra loforða með það fyrir augum að auka líkurnar á því að veita viðskiptunum brautargengi. Sainsbury-fjölskyldan, sem fer með 18 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu verslanakeðju í Bretlandi, setti sig hins vegar upp á móti boðinu og sagðist ekki taka neitt tilboð til umfjöllunar sem væri undir 600 pensum á hlut. Eftir að nýja tilboðið var lagt fyrir fækkaði í fjárfestahópinum og stóð CVC Capital eitt eftir í gær. Breska ríkisútvarpið hefur eftir tilkynningu fjárfestahópanna í dag að ekki sé útlit fyrir að stjórn Sainsbury muni vera fylgjandi yfirtökutilboði hópsins og því hafi hann ákveðið að draga sig í hlé. Samkvæmt nýjasta tilboði fjárfestahópsins í Sainsbury var verslanakeðjan metin á 10,1 milljarða punda, jafnvirði ríflega 1.300 milljarða íslenskra króna. Hefði verið gengið að yfirtökutilboðinu hefði salan á Sainsbury verið stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi. Gengi bréfa í Sainsbury lækkaði um þrjú prósent á markaði í Bretlandi eftir að greint var frá fréttunum þar í landi í dag og stendur nú í 522 pensum á hlut. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið lækkar en í gær lækkaði það um fjögur prósent eftir að tveir fjárfestahópar af þremur gengu frá borði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. Sjóðirnir hækkuðu tilboð sitt úr 562 pensum á hlut í 582 pens í vikubyrjun auk ýmissa annarra loforða með það fyrir augum að auka líkurnar á því að veita viðskiptunum brautargengi. Sainsbury-fjölskyldan, sem fer með 18 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu verslanakeðju í Bretlandi, setti sig hins vegar upp á móti boðinu og sagðist ekki taka neitt tilboð til umfjöllunar sem væri undir 600 pensum á hlut. Eftir að nýja tilboðið var lagt fyrir fækkaði í fjárfestahópinum og stóð CVC Capital eitt eftir í gær. Breska ríkisútvarpið hefur eftir tilkynningu fjárfestahópanna í dag að ekki sé útlit fyrir að stjórn Sainsbury muni vera fylgjandi yfirtökutilboði hópsins og því hafi hann ákveðið að draga sig í hlé. Samkvæmt nýjasta tilboði fjárfestahópsins í Sainsbury var verslanakeðjan metin á 10,1 milljarða punda, jafnvirði ríflega 1.300 milljarða íslenskra króna. Hefði verið gengið að yfirtökutilboðinu hefði salan á Sainsbury verið stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi. Gengi bréfa í Sainsbury lækkaði um þrjú prósent á markaði í Bretlandi eftir að greint var frá fréttunum þar í landi í dag og stendur nú í 522 pensum á hlut. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið lækkar en í gær lækkaði það um fjögur prósent eftir að tveir fjárfestahópar af þremur gengu frá borði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira