Þrír flokkar vilja græna skatta 15. apríl 2007 18:40 Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur lagt fyrir alla stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis spurningar í nokkrum helstu málaflokkum. Við segjum frá svörum þeirra á næstu dögum. Við byrjuðum á grænu pólitíkinni sem margir töldu víst að yrði eitt helsta kosningamálið í vor. Kannanir hafa þó sýnt að umhverfismálin standa hjörtum - eða eigum við að segja vísakortum - kjósenda EKKI næst. En við byrjuðum á að spyrja hvort samþykkja ætti náttúruverndaráætlun á alþingi áður en farið væri út í frekari virkjanir fyrir stóriðju? Já, sögðu Samfylking, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Nei sögðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem vísa til verndar- og nýtingaráætlunar sem taka á gildi 2010. Frjálslyndir segja náttúruverndarsjónarmið eigi að vera í forgrunni við ákvörðun um virkjanir og Baráttusamtökin tóku ekki afstöðu. Við notum bílinn til flestra verka í stað þess að taka strætó eða hjóla á milli staða. Og það er ekki gott fyrir hnöttinn okkar. En hvað eiga stjórnvöld að gera til að þarfasti þjónninn verði vistvænni? Við spurðum: Ætlar flokkurinn að hvetja landsmenn til að skipta úr bensínbílum í umhverfisvænni bíla? Nánast allir flokkarnir svara játandi. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi vörugjöld á slíka bíla verið lækkuð. Enn eru þeir þó brot af bílaflotanum. Samfylking vill endurskoða tolla og vörugjöld á bíla, vinstri grænir vilja beita sköttum, Framsókn vill að skattar á vistvæna bíla verði hverfandi. Frjálslyndir hins vegar vilja að hagkvæmt verði að gera vistvænar breytingar á bílaflotanum. Íslandshreyfingin vill setja á gjald fyrir magn útblásturslofttegunda og lengdargjald á bíla eftir stærð. Baráttusamtökin vilja lækka innflutningsgjöld á vistvænum bílum. Og þá er það spurningin um græna skatta. Í Bretlandi til dæmis hafa menn ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og tvöfalda gjöld á flugfarþega. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort sé vænlegra til árangurs - að verðlauna vistvæna hegðun eða refsa fyrir óvistvæna. En við spurðum flokkana - Kemur til greina að leggja græna skatta á mengunarvalda? Sjálfstæðisflokkurinn vill umbuna fólki fyrir umhverfisvænan lífstíl í stað þess að nota þennan málaflokk sem afsökun fyrir skattheimtu. Íslandshreyfingin, Samfylking og Vinstri grænir sögðu já og Samfylkingin telur að grænir skattar bæti samkeppnisstöðu nýrra lausna. Framsóknarflokkurinn segir hagræna hvata betri til árangurs en skatta, Frjálslyndir telja hugsanlegt að skatta mengunarvalda sem fara yfir sett mengunarmörk og Baráttusamtökin tala um grænar dagssektir ef mengunarvarnarbúnaður fyrirtækja er ófullnægjandi. Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur lagt fyrir alla stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis spurningar í nokkrum helstu málaflokkum. Við segjum frá svörum þeirra á næstu dögum. Við byrjuðum á grænu pólitíkinni sem margir töldu víst að yrði eitt helsta kosningamálið í vor. Kannanir hafa þó sýnt að umhverfismálin standa hjörtum - eða eigum við að segja vísakortum - kjósenda EKKI næst. En við byrjuðum á að spyrja hvort samþykkja ætti náttúruverndaráætlun á alþingi áður en farið væri út í frekari virkjanir fyrir stóriðju? Já, sögðu Samfylking, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Nei sögðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem vísa til verndar- og nýtingaráætlunar sem taka á gildi 2010. Frjálslyndir segja náttúruverndarsjónarmið eigi að vera í forgrunni við ákvörðun um virkjanir og Baráttusamtökin tóku ekki afstöðu. Við notum bílinn til flestra verka í stað þess að taka strætó eða hjóla á milli staða. Og það er ekki gott fyrir hnöttinn okkar. En hvað eiga stjórnvöld að gera til að þarfasti þjónninn verði vistvænni? Við spurðum: Ætlar flokkurinn að hvetja landsmenn til að skipta úr bensínbílum í umhverfisvænni bíla? Nánast allir flokkarnir svara játandi. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi vörugjöld á slíka bíla verið lækkuð. Enn eru þeir þó brot af bílaflotanum. Samfylking vill endurskoða tolla og vörugjöld á bíla, vinstri grænir vilja beita sköttum, Framsókn vill að skattar á vistvæna bíla verði hverfandi. Frjálslyndir hins vegar vilja að hagkvæmt verði að gera vistvænar breytingar á bílaflotanum. Íslandshreyfingin vill setja á gjald fyrir magn útblásturslofttegunda og lengdargjald á bíla eftir stærð. Baráttusamtökin vilja lækka innflutningsgjöld á vistvænum bílum. Og þá er það spurningin um græna skatta. Í Bretlandi til dæmis hafa menn ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og tvöfalda gjöld á flugfarþega. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort sé vænlegra til árangurs - að verðlauna vistvæna hegðun eða refsa fyrir óvistvæna. En við spurðum flokkana - Kemur til greina að leggja græna skatta á mengunarvalda? Sjálfstæðisflokkurinn vill umbuna fólki fyrir umhverfisvænan lífstíl í stað þess að nota þennan málaflokk sem afsökun fyrir skattheimtu. Íslandshreyfingin, Samfylking og Vinstri grænir sögðu já og Samfylkingin telur að grænir skattar bæti samkeppnisstöðu nýrra lausna. Framsóknarflokkurinn segir hagræna hvata betri til árangurs en skatta, Frjálslyndir telja hugsanlegt að skatta mengunarvalda sem fara yfir sett mengunarmörk og Baráttusamtökin tala um grænar dagssektir ef mengunarvarnarbúnaður fyrirtækja er ófullnægjandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira