Mannskæðasta skotárás sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna Jónas Haraldsson skrifar 16. apríl 2007 22:14 Frá fréttamannafundinum í kvöld. MYND/AP 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri var á heimavist í morgun og önnur átti sér stað um tveimur tímum síðar í verkfræði- og vísindabyggingu skólans. Hún er tæpan kílómetra frá heimavistinni. Mikill ringulreið greip um sig í kjölfar fyrstu árásarinnar. Í henni lést par, maður og kona. Einn maður hefur verið yfirheyrður í tengslum við þá skotárás en hann þekkti annað þeirra sem var myrt. Það eina sem lögreglustjóri skólalögreglunnar vildi staðfesta var að byssumaðurinn hefði framið sjálfsmorð og að hann hefði verið karlkyns. Einn nemenda lýsti honum sem ungum manni af asískum uppruna, með svarta hettu og um 180 cm að hæð. Nemendur sögðu fréttamönnum að töluvert hefði verið um sprengjuhótanir til skólans á síðastliðnum vikum. Tveimur þeirra var beint gegn Norris Hall, þar sem seinni árásin átti sér stað. Einnig kom fram að rannsakað verður um hvort að hryðjuverk hafi verið að ræða en það er gert samkvæmt venjubundnum reglum. Fyrri skotárásin átti sér stað klukkan 07:15 að staðartíma (11:15 að íslenskum tíma) í West Ambler Johnson heimavistinni en þar búa 900 nemendur. Tveimur tímum seinna átti önnur árásin sér stað en þá voru nemendur þegar farnir að labba um skólalóðina á ný. Hún átti sér stað í Norris Hall sem er um tæpan kílómeter frá heimavistinni. Lögregla var enn að rannsaka fyrri árásina, sem hún rannsakaði sem einangrað atvik, þegar hún frétti af þeirri seinni. Þá fór byssumaður inn í skólastofu og lét til sín taka. Á milli árásanna voru nemendur varaðir við því með tilkynningum í hátalarakerfi skólans að hugsanlega væri byssumaður á ferð um skólalóðina. Lögregla vildi ekkert segja um hvort að árásirnar tengdust. Hún vildi heldur ekki tjá sig um hvort að hugsanlegt væri að annar byssumaður hefði verið á ferðinni í seinni árásinni. Hart var deilt á lögreglu skólans fyrir að vara ekki nemendur betur við. Lögreglustjórinn, Charles Steger, sagði hins vegar að nær ómögulegt væri að vara alla nemendur skólans við þegar svo margir væru á ferli. Einnig sagði hann að þá hefði ekki grunað að önnur skotárás ætti eftir að eiga sér stað. Einn af nemendum sagði að skólinn hefði sent út tölvupóst um morgunin eftir fyrstu árásina og þar hefði ekkert komið fram um að fresta tímum eða loka skólalóðinni. Á fréttavef BBC segir frá því að nemendur í Norris Hall hafi verið í tíma þegar síðari skotárásirnar áttu sér stað. Nicholas Macko var í stærðfræðitíma þegar hann heyrði háværa hvelli. Stúlka sem sat nálægt hurðinni hafi þá gægst út um hurðina og séð byssumanninn á leið að stofunni. Nokkrir nemendur brugðust þá hratt við og settu borð fyrir hurðina svo hann kæmist ekki inn. Stuttu seinna reyndi byssumaðurinn að komast inn í stofuna en borðin komu í veg fyrir það. Þá skaut hann tvisvar á hurðina, í axlarhæð, og komu tvö stór göt á hurðina. Nemendurnir lágu á gólfinu og héldu við borðin og því hélst hurðin enn lokið. Byssumaðurinn reyndi þá aftur að skjóta á hana en það skot fór ekki í gegn. Þá hætti hann við og fór að næstu kennslustofu. Yfirmenn skólans eru nú að láta aðstandendur þeirra sem létust vita. Ríkisstjóri Virginíu, Tim Kaine, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Hann er nú á leið frá Tokyo í Japan þar sem hann var að hefja viðskiptaferð. Hægt er að sjá myndband sem nemandi tók á farsíma sinn á meðan árásunum stóð hérna. Erlent Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri var á heimavist í morgun og önnur átti sér stað um tveimur tímum síðar í verkfræði- og vísindabyggingu skólans. Hún er tæpan kílómetra frá heimavistinni. Mikill ringulreið greip um sig í kjölfar fyrstu árásarinnar. Í henni lést par, maður og kona. Einn maður hefur verið yfirheyrður í tengslum við þá skotárás en hann þekkti annað þeirra sem var myrt. Það eina sem lögreglustjóri skólalögreglunnar vildi staðfesta var að byssumaðurinn hefði framið sjálfsmorð og að hann hefði verið karlkyns. Einn nemenda lýsti honum sem ungum manni af asískum uppruna, með svarta hettu og um 180 cm að hæð. Nemendur sögðu fréttamönnum að töluvert hefði verið um sprengjuhótanir til skólans á síðastliðnum vikum. Tveimur þeirra var beint gegn Norris Hall, þar sem seinni árásin átti sér stað. Einnig kom fram að rannsakað verður um hvort að hryðjuverk hafi verið að ræða en það er gert samkvæmt venjubundnum reglum. Fyrri skotárásin átti sér stað klukkan 07:15 að staðartíma (11:15 að íslenskum tíma) í West Ambler Johnson heimavistinni en þar búa 900 nemendur. Tveimur tímum seinna átti önnur árásin sér stað en þá voru nemendur þegar farnir að labba um skólalóðina á ný. Hún átti sér stað í Norris Hall sem er um tæpan kílómeter frá heimavistinni. Lögregla var enn að rannsaka fyrri árásina, sem hún rannsakaði sem einangrað atvik, þegar hún frétti af þeirri seinni. Þá fór byssumaður inn í skólastofu og lét til sín taka. Á milli árásanna voru nemendur varaðir við því með tilkynningum í hátalarakerfi skólans að hugsanlega væri byssumaður á ferð um skólalóðina. Lögregla vildi ekkert segja um hvort að árásirnar tengdust. Hún vildi heldur ekki tjá sig um hvort að hugsanlegt væri að annar byssumaður hefði verið á ferðinni í seinni árásinni. Hart var deilt á lögreglu skólans fyrir að vara ekki nemendur betur við. Lögreglustjórinn, Charles Steger, sagði hins vegar að nær ómögulegt væri að vara alla nemendur skólans við þegar svo margir væru á ferli. Einnig sagði hann að þá hefði ekki grunað að önnur skotárás ætti eftir að eiga sér stað. Einn af nemendum sagði að skólinn hefði sent út tölvupóst um morgunin eftir fyrstu árásina og þar hefði ekkert komið fram um að fresta tímum eða loka skólalóðinni. Á fréttavef BBC segir frá því að nemendur í Norris Hall hafi verið í tíma þegar síðari skotárásirnar áttu sér stað. Nicholas Macko var í stærðfræðitíma þegar hann heyrði háværa hvelli. Stúlka sem sat nálægt hurðinni hafi þá gægst út um hurðina og séð byssumanninn á leið að stofunni. Nokkrir nemendur brugðust þá hratt við og settu borð fyrir hurðina svo hann kæmist ekki inn. Stuttu seinna reyndi byssumaðurinn að komast inn í stofuna en borðin komu í veg fyrir það. Þá skaut hann tvisvar á hurðina, í axlarhæð, og komu tvö stór göt á hurðina. Nemendurnir lágu á gólfinu og héldu við borðin og því hélst hurðin enn lokið. Byssumaðurinn reyndi þá aftur að skjóta á hana en það skot fór ekki í gegn. Þá hætti hann við og fór að næstu kennslustofu. Yfirmenn skólans eru nú að láta aðstandendur þeirra sem létust vita. Ríkisstjóri Virginíu, Tim Kaine, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Hann er nú á leið frá Tokyo í Japan þar sem hann var að hefja viðskiptaferð. Hægt er að sjá myndband sem nemandi tók á farsíma sinn á meðan árásunum stóð hérna.
Erlent Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira