Leiðtogar minnast Jeltsíns Óli Tynes skrifar 24. apríl 2007 11:09 Boris Jeltsín var lífsglaður maður, á stundum. MYND/AP Þjóðarleiðtogar bæði fyrrverandi og núverandi hafa farið hlýjum orðum um Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands, sem lést í gær. Hér tala nokkrir þeirra. VLADIMIR PUTIN; Maður er látinn sem færði okkur nýja tíma. Nýtt, lýðræðislegt, Rússland varð til. Frjálst ríki sem er opið heiminum. Ríki þar sem valdið er sannarlega í höndum fólksins. BILL CLINTON; Örlögin völdu honum erfiða tíma til þess að stjórna. En sagan mun fara um hann mildum höndum því hann var hugrakkur og staðfastur í stóru málunum. Friði, frelsi og framförum. MIKAEL GORBACHEV; Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Á hans herðum voru stóratburðir sem urðu landinu til góðs. Og alvarleg mistök. Sorgleg örlög. TONY BLAIR; Ég heyrði með söknuði af láti Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Hann var stórmerkur maður, sem sá þörfina fyrir lýðræðislegar- og efnahagslegar úrbætur. Með því að standa vörð um þær gegndi hann lykilhlutverki á mikilvægu augnabliki í sögu Rússlands. JACQUES CHIRAC, FORSETI FRAKKLANDS; Hann lagði alla orku sína, örlæti og vilja í að breyta Rússlandi. Til þess að skapa nútímalegt lýðræðisríki, gefa þjóðinni mannréttindi og frelsi og endurreisa efnahag landsins. ANGELA MERKEL, KANSLARI ÞÝSKALANDS; Boris Jeltsín var mikill persónuleiki bæði í rússneskum og alþjóðlegum stjórnmálum. Hann var hugrakkur baráttumaður fyrir lýðræði og frelsi og sannur vinur Þýskalands. Framlag hans til þróunar sambands landa okkar gleymist aldrei. Við munum heiðra hann í hjörtum okkar. JOHN MAJOR, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS; Þegar hann stóð uppi á skriðdreka og talaði um lýðræði og framtíð Rússlands, sýndi hann sig að vera gríðarlega hugrakkur maður. VÍTÁTAS LANDSBERGIS, FYRSTI FORSETI LITHÁENS; Jeltsín var vænn maður og hann þoldi ekki pólitísk hrossakaup. Það var gott fyrir Eystrasaltsríkin að hann skyldi verða forseti. Það var Rússland Jeltsíns sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens með því að undirrita tvíhliða samning við okkur sumarið 1991. Hann kom líka okkur til varnar þegar Gorbachev lét sovéska hermenn ráðast á opinberar byggingar í Vilnius. HELMUT KOHL, FYRRVERANDI KANSLARI ÞÝSKALANDS; Ég gleymi því aldrei hvernig hann stjórnaði brottflutningi rússneskra hermanna frá Þýskalandi. Fyrir það verða Þjóðverjar honum ævinlega þakklátir. Erlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira
Þjóðarleiðtogar bæði fyrrverandi og núverandi hafa farið hlýjum orðum um Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands, sem lést í gær. Hér tala nokkrir þeirra. VLADIMIR PUTIN; Maður er látinn sem færði okkur nýja tíma. Nýtt, lýðræðislegt, Rússland varð til. Frjálst ríki sem er opið heiminum. Ríki þar sem valdið er sannarlega í höndum fólksins. BILL CLINTON; Örlögin völdu honum erfiða tíma til þess að stjórna. En sagan mun fara um hann mildum höndum því hann var hugrakkur og staðfastur í stóru málunum. Friði, frelsi og framförum. MIKAEL GORBACHEV; Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Á hans herðum voru stóratburðir sem urðu landinu til góðs. Og alvarleg mistök. Sorgleg örlög. TONY BLAIR; Ég heyrði með söknuði af láti Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Hann var stórmerkur maður, sem sá þörfina fyrir lýðræðislegar- og efnahagslegar úrbætur. Með því að standa vörð um þær gegndi hann lykilhlutverki á mikilvægu augnabliki í sögu Rússlands. JACQUES CHIRAC, FORSETI FRAKKLANDS; Hann lagði alla orku sína, örlæti og vilja í að breyta Rússlandi. Til þess að skapa nútímalegt lýðræðisríki, gefa þjóðinni mannréttindi og frelsi og endurreisa efnahag landsins. ANGELA MERKEL, KANSLARI ÞÝSKALANDS; Boris Jeltsín var mikill persónuleiki bæði í rússneskum og alþjóðlegum stjórnmálum. Hann var hugrakkur baráttumaður fyrir lýðræði og frelsi og sannur vinur Þýskalands. Framlag hans til þróunar sambands landa okkar gleymist aldrei. Við munum heiðra hann í hjörtum okkar. JOHN MAJOR, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS; Þegar hann stóð uppi á skriðdreka og talaði um lýðræði og framtíð Rússlands, sýndi hann sig að vera gríðarlega hugrakkur maður. VÍTÁTAS LANDSBERGIS, FYRSTI FORSETI LITHÁENS; Jeltsín var vænn maður og hann þoldi ekki pólitísk hrossakaup. Það var gott fyrir Eystrasaltsríkin að hann skyldi verða forseti. Það var Rússland Jeltsíns sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens með því að undirrita tvíhliða samning við okkur sumarið 1991. Hann kom líka okkur til varnar þegar Gorbachev lét sovéska hermenn ráðast á opinberar byggingar í Vilnius. HELMUT KOHL, FYRRVERANDI KANSLARI ÞÝSKALANDS; Ég gleymi því aldrei hvernig hann stjórnaði brottflutningi rússneskra hermanna frá Þýskalandi. Fyrir það verða Þjóðverjar honum ævinlega þakklátir.
Erlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira