Heiðar lék á 72 höggum í dag 24. apríl 2007 16:36 Mynd/Stefán Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, hefur nú lokið leik á fyrsta hring á Wellness mótinu, sem er hluti af dönsku mótaröðinni, sem fram fer í Römö vellinum. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum, eða pari vallar. Hann lék nokkuð stöðugt og gott golf - fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör og 3 skolla. Heiðar hitti 7 brautir, 12 flatir og var með 30 pútt. Heiðar sagðist ekki hafa verið að slá mjög vel og eins hafi púttin verið slök í dag. Hann segist eiga að geta gert betur. Hann er í 11. - 20. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið fyrsta hring. 83 keppendur taka þátt í mótinu og eru leiknar 54 holur og er niðurskurður eftir 36 holur. Svíinn Oscar Modin og Norðmaðurinn Christian Aronsen eru efstir sem stendur á 3 höggum undir pari. Modin hefur lokið við 9 holur og Aronsen 15 holur. Besta skor þeirra sem lokið hafa leik í dag er 70 högg, eða 2 högg undir pari. Heiðar tók einnig þátt í móti á dönsku mótaröðinni í síðustu viku, Danfoss mótinu á Royal Oak vellinum, og hafnaði þá 12. sæti eftir að hafa verið í 6. sæti fyrir lokahringinn. Kylfingur.is fylgdist með Heiðari á lokahringnum á Royal Oak og hefur nú verið sett inn Vef TV þar sem m.a. má sjá viðtal við Heiðar Davíð. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, hefur nú lokið leik á fyrsta hring á Wellness mótinu, sem er hluti af dönsku mótaröðinni, sem fram fer í Römö vellinum. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum, eða pari vallar. Hann lék nokkuð stöðugt og gott golf - fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör og 3 skolla. Heiðar hitti 7 brautir, 12 flatir og var með 30 pútt. Heiðar sagðist ekki hafa verið að slá mjög vel og eins hafi púttin verið slök í dag. Hann segist eiga að geta gert betur. Hann er í 11. - 20. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið fyrsta hring. 83 keppendur taka þátt í mótinu og eru leiknar 54 holur og er niðurskurður eftir 36 holur. Svíinn Oscar Modin og Norðmaðurinn Christian Aronsen eru efstir sem stendur á 3 höggum undir pari. Modin hefur lokið við 9 holur og Aronsen 15 holur. Besta skor þeirra sem lokið hafa leik í dag er 70 högg, eða 2 högg undir pari. Heiðar tók einnig þátt í móti á dönsku mótaröðinni í síðustu viku, Danfoss mótinu á Royal Oak vellinum, og hafnaði þá 12. sæti eftir að hafa verið í 6. sæti fyrir lokahringinn. Kylfingur.is fylgdist með Heiðari á lokahringnum á Royal Oak og hefur nú verið sett inn Vef TV þar sem m.a. má sjá viðtal við Heiðar Davíð. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira