Olíuverðið hækkar eftir lækkanir 25. apríl 2007 09:44 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað á milli vikna. Hráolíuverðið lækkaði talsvert í gær eftir 3,5 prósenta hækkun á verðinu síðustu daga í kjölfar ótta við að óeirðir í Nígeríu í tengslum við forsetakosningar þar í landi myndi koma niður á olíuframleiðslunni þar. Nígería er stærsta olíuframleiðsluríki Afríku og hafa sveiflur á oliuframleiðslu þar í landi mikil áhrif á heimsmarkaðsverð á svartagullinu. Svo virðist ekki hafa verið raunin. Ástæðan fyrir lækkuninni í gær var hins vegar hagnaðartaka fjárfesta. Bandaríska orkumálaráðuneytið birtir vikulega skýrslu sína um olíubirgðastöðu landsins síðar í dag. Líklegt er talið að olíubirgðirnar hafi dregist saman um 1,28 milljónir tunna. Verði þetta raunin hafa olíubirgðir í Bandaríkjunum dregist saman í ellefu vikur í röð. Verð á hráolíu, sem afhent verður í júní, hækkaði um 26 sent á markaði í dag og fór í 64,84 dali á tunnu en verð á Brent Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, hækkaði um 49 sent og fór í 67,65 dali á tunnu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað á milli vikna. Hráolíuverðið lækkaði talsvert í gær eftir 3,5 prósenta hækkun á verðinu síðustu daga í kjölfar ótta við að óeirðir í Nígeríu í tengslum við forsetakosningar þar í landi myndi koma niður á olíuframleiðslunni þar. Nígería er stærsta olíuframleiðsluríki Afríku og hafa sveiflur á oliuframleiðslu þar í landi mikil áhrif á heimsmarkaðsverð á svartagullinu. Svo virðist ekki hafa verið raunin. Ástæðan fyrir lækkuninni í gær var hins vegar hagnaðartaka fjárfesta. Bandaríska orkumálaráðuneytið birtir vikulega skýrslu sína um olíubirgðastöðu landsins síðar í dag. Líklegt er talið að olíubirgðirnar hafi dregist saman um 1,28 milljónir tunna. Verði þetta raunin hafa olíubirgðir í Bandaríkjunum dregist saman í ellefu vikur í röð. Verð á hráolíu, sem afhent verður í júní, hækkaði um 26 sent á markaði í dag og fór í 64,84 dali á tunnu en verð á Brent Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, hækkaði um 49 sent og fór í 67,65 dali á tunnu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent