Orðrómur á ný um yfirtöku á Sainsbury 25. apríl 2007 11:45 Ein af verslunum Sainsbury. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands, hækkaði um 8,5 prósent fyrir opnun markaða í Bretlandi dag eftir að 15 prósent hlutabréfa í keðjunni skiptu um eigendur fyrir 1,4 milljarð punda, jafnvirði tæplega 181 milljarðs íslenskra króna. Kaupverð jafngildir 575 pensum á hlut. Greinendur segja viðskiptin benda til að hópur fjárfesta hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í keðjuna á ný. Ekki var ljóst í morgun hver seldi hlutinn í Sainsbury né hver kaupandi er. Fréttaveitan Bloomberg segir hlutinn jafnast á við hlutabréfaeign félagsins AllianceBernstein LLP, stærsta einstaka hluthafa í stórmarkaðakeðjunni, sem hefur lýst yfir áhuga á að losa um eign sína. Þá séu líkur á á fjárfestingasjóður í Arabaríkinu Katar, sem stjórnvöld þar í landi eiga að mestu, hafi keypt hlutinn. Greinandi hjá breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbanka Íslands, segir hins vegar ekki loku fyrir það skotið að fjárfestirinn Robert Tchenguiz, sem einnig er stjórnarmaður í Exista, hafi keypt hlutinn. Tchenguiz flaggaði í Sainsbury í mars og hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt síðan þá. Nú um stundir fer hann með rúman fimm prósenta hlut í Sainsbury og hefur óskað eftir setu í stjórn verslanakeðjunnar. Fjárfestahópur undir forystu fjárfestingasjóðsins CVC Capital vann að yfirtöku á Sainsbury allt fram til 11. apríl síðastliðinn þegar hann dró sig í hlé vegna andstöðu stærstu hluthafa í keðjunni við tilboðið sem hljóðaði upp á 582 pens á hlut, rúmlega 10 milljarða punda, jafnvirði rúmra 1.300 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Sainsbury stendur nú 565 pensum á hlut sem er 6,6 prósenta hækkun frá lokagengi félagsins í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands, hækkaði um 8,5 prósent fyrir opnun markaða í Bretlandi dag eftir að 15 prósent hlutabréfa í keðjunni skiptu um eigendur fyrir 1,4 milljarð punda, jafnvirði tæplega 181 milljarðs íslenskra króna. Kaupverð jafngildir 575 pensum á hlut. Greinendur segja viðskiptin benda til að hópur fjárfesta hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í keðjuna á ný. Ekki var ljóst í morgun hver seldi hlutinn í Sainsbury né hver kaupandi er. Fréttaveitan Bloomberg segir hlutinn jafnast á við hlutabréfaeign félagsins AllianceBernstein LLP, stærsta einstaka hluthafa í stórmarkaðakeðjunni, sem hefur lýst yfir áhuga á að losa um eign sína. Þá séu líkur á á fjárfestingasjóður í Arabaríkinu Katar, sem stjórnvöld þar í landi eiga að mestu, hafi keypt hlutinn. Greinandi hjá breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbanka Íslands, segir hins vegar ekki loku fyrir það skotið að fjárfestirinn Robert Tchenguiz, sem einnig er stjórnarmaður í Exista, hafi keypt hlutinn. Tchenguiz flaggaði í Sainsbury í mars og hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt síðan þá. Nú um stundir fer hann með rúman fimm prósenta hlut í Sainsbury og hefur óskað eftir setu í stjórn verslanakeðjunnar. Fjárfestahópur undir forystu fjárfestingasjóðsins CVC Capital vann að yfirtöku á Sainsbury allt fram til 11. apríl síðastliðinn þegar hann dró sig í hlé vegna andstöðu stærstu hluthafa í keðjunni við tilboðið sem hljóðaði upp á 582 pens á hlut, rúmlega 10 milljarða punda, jafnvirði rúmra 1.300 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Sainsbury stendur nú 565 pensum á hlut sem er 6,6 prósenta hækkun frá lokagengi félagsins í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira