Birgir Leifur mætir Ronaldo á Pro-Am mótinu 28. apríl 2007 19:16 NordicPhotos/GettyImages Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Ronaldo, sem þrisvar hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims, getur ekki tekið þátt í leikjum AC Milan í Meistaradeildinni í ár vegna þess að hann lék Real Madridi í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili. AC Milan mætir einmitt Manchester United á San Siro vellinum í Mílanó á miðvikudaginn og þá ætlar Ronaldo að eyða deginum í golfi. "Auðvitað hefði ég frekar kosið að leika á móti Manchester United. Ég veit að þetta verður frábær leikur, en ég hlakka mikið til að leika á Telecom Pro-Am mótinu. Ég hef spilað golf í nokkur ár og þessi íþrótt heillar mig. Ég er alltaf að verða betri og betri, en hvað sem gerist í mótinu þá mun ég reyna að njóta þess að spila með atvinnukylfingum af Evrópumótaröðinni," sagði Ronaldo. Auk Ronaldos og Donadoni munu knattspyrnumennirnir Gianluca Vialli og Daniele Massaro taka þátt í golfmótinu. Fyrirliðarnir frá síðustu Ryderkeppni á Írlandi, Tom Lehman frá Bandaríkjunum og Ian Woosnam frá Wales, taka þátt í Telecom mótinu. Heimamenn binda mestar vonir við Francesco Molinari, sem varð fyrstur Ítala til að sigra á Evrópumótaröðinni í 26 ár, er hann vann Castello Di Tolcinasco mótið fyrir ári síðan. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Ronaldo, sem þrisvar hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims, getur ekki tekið þátt í leikjum AC Milan í Meistaradeildinni í ár vegna þess að hann lék Real Madridi í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili. AC Milan mætir einmitt Manchester United á San Siro vellinum í Mílanó á miðvikudaginn og þá ætlar Ronaldo að eyða deginum í golfi. "Auðvitað hefði ég frekar kosið að leika á móti Manchester United. Ég veit að þetta verður frábær leikur, en ég hlakka mikið til að leika á Telecom Pro-Am mótinu. Ég hef spilað golf í nokkur ár og þessi íþrótt heillar mig. Ég er alltaf að verða betri og betri, en hvað sem gerist í mótinu þá mun ég reyna að njóta þess að spila með atvinnukylfingum af Evrópumótaröðinni," sagði Ronaldo. Auk Ronaldos og Donadoni munu knattspyrnumennirnir Gianluca Vialli og Daniele Massaro taka þátt í golfmótinu. Fyrirliðarnir frá síðustu Ryderkeppni á Írlandi, Tom Lehman frá Bandaríkjunum og Ian Woosnam frá Wales, taka þátt í Telecom mótinu. Heimamenn binda mestar vonir við Francesco Molinari, sem varð fyrstur Ítala til að sigra á Evrópumótaröðinni í 26 ár, er hann vann Castello Di Tolcinasco mótið fyrir ári síðan. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti