Herskip mögulega við landið til lengri tíma Bryndís Hólm skrifar 30. apríl 2007 18:54 Yfirmaður norska hersins segir afar mikilvægt að herinn geti stundað æfingar á Íslandi eins og nýtt varnarsamkomulag landanna geri ráð fyrir. Hann segir að til greina komi að hafa herskip við landið til lengri tíma. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins segir varnasamstarf við Ísland fela í sér mikla möguleika en gagnrýnir norsk stjórnvöld fyrir að hafi teygt fulllangt í samningum við Ísland. Sverre Diesen, yfirmaður norska hersins, er ánægður með samninginn sem náðst hefur um varnarsamstarf Íslendinga og Norðmanna á friðartímum. Hann segir ljóst að Ísland sé aðili að NATO og Norðmenn líti svo á að það sé mikilvægt að getað stundað æfingar á öllum þeim svæðum sem heyri undir NATO. Hann er spenntur fyrir þeim möguleika að æfa á þessum svæðum, fyrir norska herinn sé það áhugaverður möguleiki og spennandi áskorun. Diesen segir að rætt hafi veirð um að nota herþotur og flugvélar til að byrja með, sem geti komið til Íslands og tekið þátt í æfingum í grennd við Ísland, þar sem útgangspunkurinn yrði Keflavík, ásamt vélum frá öðrum NATO-ríkjum. Það kæmi líka til greina að hafa herskip, sem yrðu til staðar á svæðinu, en það velti á því um hvers konar heræfingar yrði að ræða. Jan Pettersen, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins, segir jákvætt að efla samstarf þjóðanna. Hvað varðar þá umræðu um að Íslendingar geti komið betur til móts við Norðmenn í umdeildum málum nú þegar samstarf verði nánara segir hann að flókin ágreiningsmál verði leyst á sinn hátt, þau falli ekki undir samninginn um varnarsamstarf landanna. Að hans mati hafi Noregur komið mikið til móts við Ísland, sérstaklega í tengslum við síldarsamningana. Pettersen hefði ekki gengið svo langt eins og norska ríkisstjórnin hafi gert í þeim efnum. Hann telji Norðmenn eiga rétt á stærri hlut en þeir hafi samþykkt. Viðtölin við Diesen og Pettersen er hægt að sjá í fullri lengd hér að neðan. Þau eru ótextuð en hægt er að sjá þýðinguna á þeim í meðfylgjandi skjölum sem má einnig finna hér að neðan. Erlent Fréttir Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Yfirmaður norska hersins segir afar mikilvægt að herinn geti stundað æfingar á Íslandi eins og nýtt varnarsamkomulag landanna geri ráð fyrir. Hann segir að til greina komi að hafa herskip við landið til lengri tíma. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins segir varnasamstarf við Ísland fela í sér mikla möguleika en gagnrýnir norsk stjórnvöld fyrir að hafi teygt fulllangt í samningum við Ísland. Sverre Diesen, yfirmaður norska hersins, er ánægður með samninginn sem náðst hefur um varnarsamstarf Íslendinga og Norðmanna á friðartímum. Hann segir ljóst að Ísland sé aðili að NATO og Norðmenn líti svo á að það sé mikilvægt að getað stundað æfingar á öllum þeim svæðum sem heyri undir NATO. Hann er spenntur fyrir þeim möguleika að æfa á þessum svæðum, fyrir norska herinn sé það áhugaverður möguleiki og spennandi áskorun. Diesen segir að rætt hafi veirð um að nota herþotur og flugvélar til að byrja með, sem geti komið til Íslands og tekið þátt í æfingum í grennd við Ísland, þar sem útgangspunkurinn yrði Keflavík, ásamt vélum frá öðrum NATO-ríkjum. Það kæmi líka til greina að hafa herskip, sem yrðu til staðar á svæðinu, en það velti á því um hvers konar heræfingar yrði að ræða. Jan Pettersen, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins, segir jákvætt að efla samstarf þjóðanna. Hvað varðar þá umræðu um að Íslendingar geti komið betur til móts við Norðmenn í umdeildum málum nú þegar samstarf verði nánara segir hann að flókin ágreiningsmál verði leyst á sinn hátt, þau falli ekki undir samninginn um varnarsamstarf landanna. Að hans mati hafi Noregur komið mikið til móts við Ísland, sérstaklega í tengslum við síldarsamningana. Pettersen hefði ekki gengið svo langt eins og norska ríkisstjórnin hafi gert í þeim efnum. Hann telji Norðmenn eiga rétt á stærri hlut en þeir hafi samþykkt. Viðtölin við Diesen og Pettersen er hægt að sjá í fullri lengd hér að neðan. Þau eru ótextuð en hægt er að sjá þýðinguna á þeim í meðfylgjandi skjölum sem má einnig finna hér að neðan.
Erlent Fréttir Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila