1. maí fagnað víða um heim Guðjón Helgason skrifar 1. maí 2007 18:45 Fysta maí var fangað víðar en á Íslandi í dag. Til átaka kom í Macau og Berlín á meðan kröfugöngur í öðrum borgum fór friðsamlega fram. Fídel Kastró lét ekki sjá sig við opinber hátíðarhöld á Kúbu í dag. Kastró hefur verið heilsuveill frá í fyrra og látið Raúl bróður sinn um að stjórna landinu meðan hann jafnar sig. Óvíst var hvort forsetinn aldni myndi láta sjá sig við hátíðarhöldin í dag. Raunin varð sú að hann hélt sig til hlés, en fagnaðarlætin voru engu minni þó Fídel væri fjarri. Forsetan var óskað góðum bata og sögðu vegfarendur að hann væri í hjarta þeirra við hátíðarhöldin í miðborginni. Róstusamt var í kínversku borginni Makká í dag. Um þúsund mótmælendur kröfuðst þessa að tekið yrði á spillinu í spilavítisborginni, sem oft er kölluð Las Vegas Asíu. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki en fjölmargir mótmælendur voru leiddir á brott í járnum. Mörghundruð rússneskir þjóðernissinnar tóku þátt í kröfugöngum í Moskvu í dag. Vígorð þeirra var "Rússland fyrir Rússa". Annar hópur gekk aftur á bak í kröfugöngu sinni til marks um það sem þeir segja afturhvarf Rússlands til alræðisstefnu. Hópurinn sem stóð að þeirri göngu hefur gagnrýnt Vladimír Pútín Rússlandsforseta harðlega. Gleðin var allráðandi þar sem fyrsta maí var fagnað í Afríkuríkinu Senegal. Lokkandi tónar hljómuðu og ekki annað hægt en að dansa í takt við tónlistina. Þessum alþjóðlega degi verkamanna var einnig fagnað í Katmandú í Nepal í dag. Mörg þúsund fyrrverandi uppreisnarmenn kommúnista komu saman í höfuðborginni. Þar var áberandi sú krafa uppreisnarmanna um að konungsveldið verði aflagt. Prachanda, leiðtogi Maóista, sagði þá reiðubúna til að deyja fyrir málstaðinn og hætta að bugta sig og beygja. Maóistar uppfylli skyldur sínar við almenning og ekki sé hægt að miðla málum í þessum efnum. Erlent Fréttir Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Fysta maí var fangað víðar en á Íslandi í dag. Til átaka kom í Macau og Berlín á meðan kröfugöngur í öðrum borgum fór friðsamlega fram. Fídel Kastró lét ekki sjá sig við opinber hátíðarhöld á Kúbu í dag. Kastró hefur verið heilsuveill frá í fyrra og látið Raúl bróður sinn um að stjórna landinu meðan hann jafnar sig. Óvíst var hvort forsetinn aldni myndi láta sjá sig við hátíðarhöldin í dag. Raunin varð sú að hann hélt sig til hlés, en fagnaðarlætin voru engu minni þó Fídel væri fjarri. Forsetan var óskað góðum bata og sögðu vegfarendur að hann væri í hjarta þeirra við hátíðarhöldin í miðborginni. Róstusamt var í kínversku borginni Makká í dag. Um þúsund mótmælendur kröfuðst þessa að tekið yrði á spillinu í spilavítisborginni, sem oft er kölluð Las Vegas Asíu. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki en fjölmargir mótmælendur voru leiddir á brott í járnum. Mörghundruð rússneskir þjóðernissinnar tóku þátt í kröfugöngum í Moskvu í dag. Vígorð þeirra var "Rússland fyrir Rússa". Annar hópur gekk aftur á bak í kröfugöngu sinni til marks um það sem þeir segja afturhvarf Rússlands til alræðisstefnu. Hópurinn sem stóð að þeirri göngu hefur gagnrýnt Vladimír Pútín Rússlandsforseta harðlega. Gleðin var allráðandi þar sem fyrsta maí var fagnað í Afríkuríkinu Senegal. Lokkandi tónar hljómuðu og ekki annað hægt en að dansa í takt við tónlistina. Þessum alþjóðlega degi verkamanna var einnig fagnað í Katmandú í Nepal í dag. Mörg þúsund fyrrverandi uppreisnarmenn kommúnista komu saman í höfuðborginni. Þar var áberandi sú krafa uppreisnarmanna um að konungsveldið verði aflagt. Prachanda, leiðtogi Maóista, sagði þá reiðubúna til að deyja fyrir málstaðinn og hætta að bugta sig og beygja. Maóistar uppfylli skyldur sínar við almenning og ekki sé hægt að miðla málum í þessum efnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila