Atvinnuleysi mældist 7,2 prósent á evrusvæðinu í marsmánuði. Þetta er 0,1 prósentustiga samdráttur á milli ára, samkvæmt nýlegum upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Mesta atvinnuleysið innan Evrópusambandsins mældist í Póllandi, eða 11,4 prósent.
Þetta er í samræmi við spár greinenda.
Mesta atvinnuleysið innan Evrópusambandsins var í Póllandi en það mældist 11,4 prósent í mánuðinum. Næstmest var það í Slóvakíu, 10,8 prósent.
Minnsta atvinnuleysið innan Evrópusambandsins var í Danmörku og Hollandi en þar mældist það 3,4 prósent á sama tíma.