Heigullinn af Titanic fær uppreist æru Óli Tynes skrifar 3. maí 2007 10:28 Títanic sekkur. Samtímamálverk. Hinn illræmdi skúrkur frá Titanic slysinu hefur nú fengið uppreist æru með bréfi sem einkaritari hans skrifaði skömmu eftir slysið. Sir Cosmo Duff Gordon var hataður og fyrirlitinn í Bretlandi eftir að Titanic sökk. Því var haldið fram að hann hefði borgað fyrir að komast um borð í björgunarbát, og mútað áhöfn hans til að snúa ekki aftur að skipinu til þess að bjarga fleiri farþegum. Sir Cosmo var einn af þekktari fyrirmönnum Bretlands þegar hann steig um borð í Titanic árið 1912 ásamt eiginkonu sinni Lucy, og einkaritara hennar Mabel Francatelli. Hann var menntaður í Eaton og frægur skylmingakappi sem umgekkst hefðarfólk og var aufúsugestur á bestu heimilum. En tilvera hans hrundi til grunna eftir ásakanirnar sem bornar voru fram eftir sjóslysið mikla. Það skipti engu máli þótt hann væri hreinsaður af öllum áburði fyrir sjórétti. Sögurnar lifðu áfram. Persóna hans var jafnvel leikin í kvikmyndinni Titanic árið 1997, sem festi Leonardo DiCaprio upp á stjörnuhimininn. Sir Cosmo sat innilokaður á landareign sinni í Skotlandi þartil hann lést árið 1931. Nýlega fann hinsvegar frændi Mabel Francatelli uppi á háalofti bréf sem hún skrifaði skömmu eftir slysið. Áður en ásakanirnar á hendur Sir Cosmo voru bornar fram. Þar lýsir hún á látlausan hátt því sem gerðist. Hún segir frá því að þau þrjú hafi komið að björgunarbáti sem var hálftómur og skipverjar á Titanic voru að kalla eftir fleiri konum og börnum. Mabel segir frá því að Sir Cosmo hafi reynt að fá þær til þess að fara í bátinn, en þær hafi neitað að yfirgefa hann. Sá bátur hafi þá verið sjósettur. Þau hafi þá farið að næsta báti, sem einnig var verið að sjósetja hálf tóman. Sir Cosmo hafi spurt skipverja hvort konurnar tvær kæmust með. Þær hafi sagt að þær færu því aðeins að hann kæmist líka. Skipverjarnir hafi þá hleypt þeim öllum um borð. Þá var Titanic alveg að sökkva, segir Mabel og skipverjarnir réru bátnum burt eins hratt og þeir gátu til þess að hann sogaðist ekki niður með skipinu. Taldar eru líkur á að sögusagnirnar um Sir Cosmo hafi komist á kreik vegna þess að hann hafi vikið einhverjum skildingum að skipverjunum sem réru bátnum, eftir að þeim hafði verið bjargað. Mabel minnist hinsvegar ekkert á það í bréfi sínu. Bréf Mabel kom fram í dagsljósið þegar frændi hennar kom með það til Christies uppboðshússins, ásamt björgunarvesti hennar. Flestallir þeir sem voru í björgunarbátnum höfðu ritað á það nöfn sín. Vestið verður selt á uppboði og er búist við að það skili einhverjum milljónum króna. Afkomendum Sir Cosmos þykir hinsvegar bréfið sýnu dýrmætara. Erlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Hinn illræmdi skúrkur frá Titanic slysinu hefur nú fengið uppreist æru með bréfi sem einkaritari hans skrifaði skömmu eftir slysið. Sir Cosmo Duff Gordon var hataður og fyrirlitinn í Bretlandi eftir að Titanic sökk. Því var haldið fram að hann hefði borgað fyrir að komast um borð í björgunarbát, og mútað áhöfn hans til að snúa ekki aftur að skipinu til þess að bjarga fleiri farþegum. Sir Cosmo var einn af þekktari fyrirmönnum Bretlands þegar hann steig um borð í Titanic árið 1912 ásamt eiginkonu sinni Lucy, og einkaritara hennar Mabel Francatelli. Hann var menntaður í Eaton og frægur skylmingakappi sem umgekkst hefðarfólk og var aufúsugestur á bestu heimilum. En tilvera hans hrundi til grunna eftir ásakanirnar sem bornar voru fram eftir sjóslysið mikla. Það skipti engu máli þótt hann væri hreinsaður af öllum áburði fyrir sjórétti. Sögurnar lifðu áfram. Persóna hans var jafnvel leikin í kvikmyndinni Titanic árið 1997, sem festi Leonardo DiCaprio upp á stjörnuhimininn. Sir Cosmo sat innilokaður á landareign sinni í Skotlandi þartil hann lést árið 1931. Nýlega fann hinsvegar frændi Mabel Francatelli uppi á háalofti bréf sem hún skrifaði skömmu eftir slysið. Áður en ásakanirnar á hendur Sir Cosmo voru bornar fram. Þar lýsir hún á látlausan hátt því sem gerðist. Hún segir frá því að þau þrjú hafi komið að björgunarbáti sem var hálftómur og skipverjar á Titanic voru að kalla eftir fleiri konum og börnum. Mabel segir frá því að Sir Cosmo hafi reynt að fá þær til þess að fara í bátinn, en þær hafi neitað að yfirgefa hann. Sá bátur hafi þá verið sjósettur. Þau hafi þá farið að næsta báti, sem einnig var verið að sjósetja hálf tóman. Sir Cosmo hafi spurt skipverja hvort konurnar tvær kæmust með. Þær hafi sagt að þær færu því aðeins að hann kæmist líka. Skipverjarnir hafi þá hleypt þeim öllum um borð. Þá var Titanic alveg að sökkva, segir Mabel og skipverjarnir réru bátnum burt eins hratt og þeir gátu til þess að hann sogaðist ekki niður með skipinu. Taldar eru líkur á að sögusagnirnar um Sir Cosmo hafi komist á kreik vegna þess að hann hafi vikið einhverjum skildingum að skipverjunum sem réru bátnum, eftir að þeim hafði verið bjargað. Mabel minnist hinsvegar ekkert á það í bréfi sínu. Bréf Mabel kom fram í dagsljósið þegar frændi hennar kom með það til Christies uppboðshússins, ásamt björgunarvesti hennar. Flestallir þeir sem voru í björgunarbátnum höfðu ritað á það nöfn sín. Vestið verður selt á uppboði og er búist við að það skili einhverjum milljónum króna. Afkomendum Sir Cosmos þykir hinsvegar bréfið sýnu dýrmætara.
Erlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila