Bæjarstjóri lofar að aðstoða MND sjúkling 5. maí 2007 19:00 Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs segir bæjarfélagið vinna að því fullum fetum að finna lausn á vanda Óskars Óskarssonar sem hefur búið á Landspítalanum frá því síðast liðið haust. Mun dýrara er að vista manninn á taugalækningadeild en að hann fái heimahjúkrun. Óskar Óskarsson er MND sjúklingur. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gærkvöldi býr hann í einu litlu herbergi á taugadeild Landspítalans vegna þess að ekki hefur verið hægt að fá heimahjúkrun fyrir hann. Bæjaryfirvöld í Kópavogi, sem eiga að útvega Óskari þá félagsþjónustu sem hann þarf á að halda ber við manneklu en í bréfi sem félagsmálayfirvöld sendu sendu frá sér vegna málsins og fréttastofa hefur undir höndum segir að ekki hafi tekist að fá manneskju til að sinna Óskari en að leitað væri lausna á málinu. Bréfið er dagsett 11. desember eða fyrir tæpu hálfu ári. Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs segir að nú verði gengið í málið. Hann lofar að Óskar verði kominn heim innan skamms en fram til þessa hafi reynst erfitt að finna manneskju til að annast hann. Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins gaf lítið fyrir þessa afsökun í fréttum okkar í gærkvöldi og stakk upp á að laun þessa hóps yrðu hækkuð. Gunnar Birgisson segir það ekki ganga upp því það myndi koma af stað launaskriði. Á meðan Óskar býr á Landspítalanum borgar ríkið brúsann. Hver legudagur á spítalanum kostar þúsunda og augljóslega er mun ódýrara fyrir samfélagið að hann búi heima hjá sér og fái heimahjúkrun. Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs segir bæjarfélagið vinna að því fullum fetum að finna lausn á vanda Óskars Óskarssonar sem hefur búið á Landspítalanum frá því síðast liðið haust. Mun dýrara er að vista manninn á taugalækningadeild en að hann fái heimahjúkrun. Óskar Óskarsson er MND sjúklingur. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gærkvöldi býr hann í einu litlu herbergi á taugadeild Landspítalans vegna þess að ekki hefur verið hægt að fá heimahjúkrun fyrir hann. Bæjaryfirvöld í Kópavogi, sem eiga að útvega Óskari þá félagsþjónustu sem hann þarf á að halda ber við manneklu en í bréfi sem félagsmálayfirvöld sendu sendu frá sér vegna málsins og fréttastofa hefur undir höndum segir að ekki hafi tekist að fá manneskju til að sinna Óskari en að leitað væri lausna á málinu. Bréfið er dagsett 11. desember eða fyrir tæpu hálfu ári. Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs segir að nú verði gengið í málið. Hann lofar að Óskar verði kominn heim innan skamms en fram til þessa hafi reynst erfitt að finna manneskju til að annast hann. Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins gaf lítið fyrir þessa afsökun í fréttum okkar í gærkvöldi og stakk upp á að laun þessa hóps yrðu hækkuð. Gunnar Birgisson segir það ekki ganga upp því það myndi koma af stað launaskriði. Á meðan Óskar býr á Landspítalanum borgar ríkið brúsann. Hver legudagur á spítalanum kostar þúsunda og augljóslega er mun ódýrara fyrir samfélagið að hann búi heima hjá sér og fái heimahjúkrun.
Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira