Von á Norður-Írlandi Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2007 18:54 Ný heimastjórn tók við völdum á Norður-Írlandi í dag þegar svarnir andstæðingar sóru embættiseiða. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórn í héraðinu var leyst upp vegna njósnahneykslis. Sambandssinnar og mótmælendur eru vongóðir um að stjórnin haldi í þetta sinn. Ráðamenn á Norður-Írlandi segja nýjan kafla hafinn í sögu héraðsins. Þrjú þúsund og sjö hundruð manns hafa týnt lífi í átökum sambandssinna og mótmælenda þar síðustu áratugi en nú taka þessi fornu fjendur aftur upp samstarf í nýrri heimastjórn. Tæp fimm ár eru frá því að lögregla réðs inn á þingskrifstofu Sinn Fein, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins, í þinghúsinu í Stormont-kastala í Belfast. Ásakanir um njósnir IRA komu fram. Heimastjórn var leyst upp og völd á Norður-Írlandi færð undir ráðherra í Lundúnum. Samið var um skipan nýrrar stjórnar í lok mars, skömmu áður en frestur breskra stjórnvalda til þess átti að renna út. Forvígismenn sambandssinna og mótmælenda sóru síðan embættiseiða í dag. Þá var efnt til hátíðlegrar athafnar í þinghúsinu þar sem Tony Blair, forsætisráðherra Breta, var viðstaddur ásamt Bertie Ahern, starfsbróður síns á Írlandi. Í ávarpi við það tækifæri sagðist Paisley en sami sambandssinninn. Hins vegar væri verið að leggja fram yfirlýsingu sem miðaði að því að byggja Norður-Írland þar sem allir gætu búið saman í friði, jafnir gagnvart lögum. Martin McGuinness sagði heimastjórnina þurfa stuðning íbúa í héraðinu. Áfram yrði að vera hægt að treysta á þann stuðning svo hægt yrði að fara frá klofningi og ósætti. En þrátt fyrir yfirlýsingar dagsins sáu viðstaddir að enn er grunnt á því góða hjá leiðtogum fylkinganna. Paisley og McGuinness tókust ekki í hendur að athöfn lokinni. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Ný heimastjórn tók við völdum á Norður-Írlandi í dag þegar svarnir andstæðingar sóru embættiseiða. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórn í héraðinu var leyst upp vegna njósnahneykslis. Sambandssinnar og mótmælendur eru vongóðir um að stjórnin haldi í þetta sinn. Ráðamenn á Norður-Írlandi segja nýjan kafla hafinn í sögu héraðsins. Þrjú þúsund og sjö hundruð manns hafa týnt lífi í átökum sambandssinna og mótmælenda þar síðustu áratugi en nú taka þessi fornu fjendur aftur upp samstarf í nýrri heimastjórn. Tæp fimm ár eru frá því að lögregla réðs inn á þingskrifstofu Sinn Fein, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins, í þinghúsinu í Stormont-kastala í Belfast. Ásakanir um njósnir IRA komu fram. Heimastjórn var leyst upp og völd á Norður-Írlandi færð undir ráðherra í Lundúnum. Samið var um skipan nýrrar stjórnar í lok mars, skömmu áður en frestur breskra stjórnvalda til þess átti að renna út. Forvígismenn sambandssinna og mótmælenda sóru síðan embættiseiða í dag. Þá var efnt til hátíðlegrar athafnar í þinghúsinu þar sem Tony Blair, forsætisráðherra Breta, var viðstaddur ásamt Bertie Ahern, starfsbróður síns á Írlandi. Í ávarpi við það tækifæri sagðist Paisley en sami sambandssinninn. Hins vegar væri verið að leggja fram yfirlýsingu sem miðaði að því að byggja Norður-Írland þar sem allir gætu búið saman í friði, jafnir gagnvart lögum. Martin McGuinness sagði heimastjórnina þurfa stuðning íbúa í héraðinu. Áfram yrði að vera hægt að treysta á þann stuðning svo hægt yrði að fara frá klofningi og ósætti. En þrátt fyrir yfirlýsingar dagsins sáu viðstaddir að enn er grunnt á því góða hjá leiðtogum fylkinganna. Paisley og McGuinness tókust ekki í hendur að athöfn lokinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira