Merki ekki fengið að láni Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2007 19:05 Höfundur merkis Íslandshreyfingarinnar segir einskæra tilviljun að það sé sláandi líkt merki bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins ESS. Unnið hafi verið með grunnliti sjálfbærrar þróunar og hringinn sem frumform við gerð þess. Merki ESS hafi ekki verið fengið að láni við hönnunina. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld var rætt um það hversu lík þau þættu merki Íslandshreyfingarinnar annars vegar og bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins ESS hins vegar. Prófessor í grafískri hönnun sagði augljóslega um eftirlíkingu að ræða. Þegar merki ESS er skoðað er ákveðin hugmynd að baki litum merkisins - gulur í miðjunni táknar afköst, grænn umhverfismál, blár heilbrigðis- og öryggismál og rauður áfallastjórnun. Bjarni Helgason, höfundur merkisins skipar 14. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir að samkvæmt ósk hreyfingarinnar hafi merkið átt að byggja á þríþættu módeli sjálfbærrar þróunar sem sýndi jafnvægi milli þriggja meginstoða samfélagsins. Græn litur tákni umhverfið, blár efnahag og rauður velferð. Bjarni segist hafa unnið úr fjölda hugmynda út frá þessu og lagt fyrir Íslandshreyfinguna. Ein hugmynd hafi verið valin úr en hún hafi þótt sýna best það sem framboðið stæði fyrir. Hún hafi svo verið þróuð frekar og þá komið fram merkið sem nú sé notað. Bjarni segir það svo einskæra tilviljun að merkið svipi til vörumerkis ESS. Hann segir að honum hafi verið bent það nokkru eftir að merki Íslandshreyfingarinnar var notað fyrst. Bjarni á ekki von á að skipt verði um merki hreyfingarinnar nú. Fjórir dagar séu til kosninga og í nógu öðru að snúast. Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Höfundur merkis Íslandshreyfingarinnar segir einskæra tilviljun að það sé sláandi líkt merki bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins ESS. Unnið hafi verið með grunnliti sjálfbærrar þróunar og hringinn sem frumform við gerð þess. Merki ESS hafi ekki verið fengið að láni við hönnunina. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld var rætt um það hversu lík þau þættu merki Íslandshreyfingarinnar annars vegar og bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins ESS hins vegar. Prófessor í grafískri hönnun sagði augljóslega um eftirlíkingu að ræða. Þegar merki ESS er skoðað er ákveðin hugmynd að baki litum merkisins - gulur í miðjunni táknar afköst, grænn umhverfismál, blár heilbrigðis- og öryggismál og rauður áfallastjórnun. Bjarni Helgason, höfundur merkisins skipar 14. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir að samkvæmt ósk hreyfingarinnar hafi merkið átt að byggja á þríþættu módeli sjálfbærrar þróunar sem sýndi jafnvægi milli þriggja meginstoða samfélagsins. Græn litur tákni umhverfið, blár efnahag og rauður velferð. Bjarni segist hafa unnið úr fjölda hugmynda út frá þessu og lagt fyrir Íslandshreyfinguna. Ein hugmynd hafi verið valin úr en hún hafi þótt sýna best það sem framboðið stæði fyrir. Hún hafi svo verið þróuð frekar og þá komið fram merkið sem nú sé notað. Bjarni segir það svo einskæra tilviljun að merkið svipi til vörumerkis ESS. Hann segir að honum hafi verið bent það nokkru eftir að merki Íslandshreyfingarinnar var notað fyrst. Bjarni á ekki von á að skipt verði um merki hreyfingarinnar nú. Fjórir dagar séu til kosninga og í nógu öðru að snúast.
Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila