Barist í Karachi Guðjón Helgason skrifar 12. maí 2007 19:04 Vel á þriðja tug manna hafa fallið í átökum stjórnarandstæðinga og stuðningamanna ríkisstjórnarinnar í Karachi í Pakistan í dag. Upp úr sauð skömmu eftir að umdeildur dómari kom til borgarinnar til að funda með andstæðingum Musharrafs forseta. Dómaranum var vikið tímabundið úr starfi í vikunni og vakti það miklar reiði. Stríðandi fylkingar skiptust á skotum á götum Karachi í dag og hafa minnst 30 fallið í valinn og nærri hundrað særst. Stuðningmenn flokks Pervez Musharrafs forseta hafa skipts á skotum við liðsmenn í flokki Benazirs Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Einkarekna sjónvarpsstöðin Aja varð fyrir árásum í bardögunum í dag og þurftu starfsmenn að leita skjóls frá byssukúlum. Upp úr sauð í dag þegar Iftikhar Muhammad Chaudhry, fyrrveandi yfirdómari, kom til Karachi til að ávarpa mótmælafund stjórnarandstæðinga. Chaudhry var vikið úr starfi í vikunni vegna ásakana um að hann hefði misbeitt valdi sínu. Stjórnarandstæðingar segja Musharraf forseta hafa viljað skipta honum út fyrir leiðitamari lögfræðingi í dómarasætið. Þannig verði ekki reynt að stöðva áform hans um að bjóða sig fram í þriðja sinn en samkvæmt stjórnarskrá landsins má forseti ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil. Chaudhry komst ekki á mótmælafundinn í dag þar sem vegir til og frá flugvellinum í Karachi voru lokaðir vegna átakanna. Stjórnarandstæðingar hafa jafnvel leitt að því líkum að stuðningsmenn forsetans hafi efnt til ófriðarins til þess að hefta för Chaudhry. Hann mun umkringdur lífvörðum og lögfræðingum sínum enda talið víst að Musharraf hafi fyrirskipað handtöku hans. Musharraf hefur ekki ljáð máls á því að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna átakanna sem eru þau hatrömmustu í lengri tíma. Á fundi stuðningsmanna sinna í Islamabad bað hann landa sína að halda ró sinni. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Vel á þriðja tug manna hafa fallið í átökum stjórnarandstæðinga og stuðningamanna ríkisstjórnarinnar í Karachi í Pakistan í dag. Upp úr sauð skömmu eftir að umdeildur dómari kom til borgarinnar til að funda með andstæðingum Musharrafs forseta. Dómaranum var vikið tímabundið úr starfi í vikunni og vakti það miklar reiði. Stríðandi fylkingar skiptust á skotum á götum Karachi í dag og hafa minnst 30 fallið í valinn og nærri hundrað særst. Stuðningmenn flokks Pervez Musharrafs forseta hafa skipts á skotum við liðsmenn í flokki Benazirs Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Einkarekna sjónvarpsstöðin Aja varð fyrir árásum í bardögunum í dag og þurftu starfsmenn að leita skjóls frá byssukúlum. Upp úr sauð í dag þegar Iftikhar Muhammad Chaudhry, fyrrveandi yfirdómari, kom til Karachi til að ávarpa mótmælafund stjórnarandstæðinga. Chaudhry var vikið úr starfi í vikunni vegna ásakana um að hann hefði misbeitt valdi sínu. Stjórnarandstæðingar segja Musharraf forseta hafa viljað skipta honum út fyrir leiðitamari lögfræðingi í dómarasætið. Þannig verði ekki reynt að stöðva áform hans um að bjóða sig fram í þriðja sinn en samkvæmt stjórnarskrá landsins má forseti ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil. Chaudhry komst ekki á mótmælafundinn í dag þar sem vegir til og frá flugvellinum í Karachi voru lokaðir vegna átakanna. Stjórnarandstæðingar hafa jafnvel leitt að því líkum að stuðningsmenn forsetans hafi efnt til ófriðarins til þess að hefta för Chaudhry. Hann mun umkringdur lífvörðum og lögfræðingum sínum enda talið víst að Musharraf hafi fyrirskipað handtöku hans. Musharraf hefur ekki ljáð máls á því að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna átakanna sem eru þau hatrömmustu í lengri tíma. Á fundi stuðningsmanna sinna í Islamabad bað hann landa sína að halda ró sinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira