Skilaboð frá Bandaríkjunum Eva Bergþóra Guðbergsdóttir skrifar 12. maí 2007 20:00 Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. Woodward, sem fyrstur varð frægur þegar hann fletti ofan af Watergate-málinu fyrir Washington Post, og Rather er reynslubolti úr heimi bandarískra sjónvarpsfrétta. Þeir voru báðir tilbúnir að samþykkja ákveðin mistök blaðamanna í aðdraganda Íraksstríðsins. Woodward sagði að einna helst fælust þau í því að ekki hefði vrið nægilega rætt um hvað það væri í raun mikið mál fyrir þjóð að fara í stríð. Rather tók undir að þjóðarandinn í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 hefði haft áhrif. Rather segir þó ekki eingöngu duga að horfa á blaðamenn, aðgangshörð blaðamennska þrífist bara með stuðningi almennings. Woodward virtist taka því persónulega þegar talið barst að þeim sem gagnrýndu blaðamenn í dag fyrir gagnrýnislausa umfjöllun um stríðið í Írak. Hann sagði umfjöllun mikla. Í blaði hans, Washington Post, heðfi á dögunum verið umfjöllun um verkefni írösku ríkisstjórnarinnar. Það sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, þurfi að leysa sé meðal annars olíudreifing og gerð stjórnarskárs, svo eitthvað sé nefnt og það sé langt frá því leyst. Þessar goðsagnir nútíma blaðamennsku segja mikilvægt að halda ákveðinni fjarlægð frá umfjöllunarefninu. Rather segir í Washington hafi sumir fjölmiðlamenn fallið í þá gryfju að vingast um of við heimildarmenn og sumir þurft að greiða mikið óeiginlegt gjald fyrir aðgang að heimildum. Þegar rætt er um hver stærsta ógnin við lýðræðinu sé segir Woodward svarið einfalt. Það sem skaði lýðræðið sé ríkisstjórn sveipuð skugga. Sá sem hafi sagt að lýðræðið deyji í myrkrinu hafi haft rétt fyrir sér. Erlent Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira
Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. Woodward, sem fyrstur varð frægur þegar hann fletti ofan af Watergate-málinu fyrir Washington Post, og Rather er reynslubolti úr heimi bandarískra sjónvarpsfrétta. Þeir voru báðir tilbúnir að samþykkja ákveðin mistök blaðamanna í aðdraganda Íraksstríðsins. Woodward sagði að einna helst fælust þau í því að ekki hefði vrið nægilega rætt um hvað það væri í raun mikið mál fyrir þjóð að fara í stríð. Rather tók undir að þjóðarandinn í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 hefði haft áhrif. Rather segir þó ekki eingöngu duga að horfa á blaðamenn, aðgangshörð blaðamennska þrífist bara með stuðningi almennings. Woodward virtist taka því persónulega þegar talið barst að þeim sem gagnrýndu blaðamenn í dag fyrir gagnrýnislausa umfjöllun um stríðið í Írak. Hann sagði umfjöllun mikla. Í blaði hans, Washington Post, heðfi á dögunum verið umfjöllun um verkefni írösku ríkisstjórnarinnar. Það sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, þurfi að leysa sé meðal annars olíudreifing og gerð stjórnarskárs, svo eitthvað sé nefnt og það sé langt frá því leyst. Þessar goðsagnir nútíma blaðamennsku segja mikilvægt að halda ákveðinni fjarlægð frá umfjöllunarefninu. Rather segir í Washington hafi sumir fjölmiðlamenn fallið í þá gryfju að vingast um of við heimildarmenn og sumir þurft að greiða mikið óeiginlegt gjald fyrir aðgang að heimildum. Þegar rætt er um hver stærsta ógnin við lýðræðinu sé segir Woodward svarið einfalt. Það sem skaði lýðræðið sé ríkisstjórn sveipuð skugga. Sá sem hafi sagt að lýðræðið deyji í myrkrinu hafi haft rétt fyrir sér.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira