Sarkozy orðinn forseti 16. maí 2007 13:09 Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. Þar með er tólf ára valdatíð Jacques Chiracs formlega lokið en hann flutti kveðjuræðu sína í gær. Í morgun hitti hann Sarkozy í forsetahöllinni í París og afhenti honum aðgangskóðana að kjarnorkuvopnabúri Frakklands og að þeim fundi loknum hófst sjálf innsetningarathöfnin. Í ræðunni sem Sarkozy hélt við þetta tækifæri hét hann því að sameina frönsku þjóðina á ný og koma á ýmsum breytingum sem gerðu Frakkland sterkara, bæði í efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti. Í utanríkismálum kvaðst nýi forsetinn ætla að setja mannréttinda- og loftslagsmál á oddinn. Að ræðu sinni lokinni gekk Sarkozy strax að konu sinni Ceciliu og kyssti hana en með því hafa þau eflaust viljað slá á þrálátan orðróm um að hún styddi eiginmann sinn ekki heilshugar. Síðar í dag mun Sarkozy leggja blómssveig að leiði óþekkta hermannsins við Sigurbogann en svo heldur hann til Þýskalands til fundar við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Markmið þeirrar ferðar er ekki síst að undirstrika mikilvægi þessara tveggja öflugustu ríkja álfunnar. Búist er við að Sarkozy geri íhaldsmanninn Francois Fillon að forsætisráðherra sínum á morgun og á föstudag verði aðrir ráðherrar skipaðir. Erlent Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. Þar með er tólf ára valdatíð Jacques Chiracs formlega lokið en hann flutti kveðjuræðu sína í gær. Í morgun hitti hann Sarkozy í forsetahöllinni í París og afhenti honum aðgangskóðana að kjarnorkuvopnabúri Frakklands og að þeim fundi loknum hófst sjálf innsetningarathöfnin. Í ræðunni sem Sarkozy hélt við þetta tækifæri hét hann því að sameina frönsku þjóðina á ný og koma á ýmsum breytingum sem gerðu Frakkland sterkara, bæði í efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti. Í utanríkismálum kvaðst nýi forsetinn ætla að setja mannréttinda- og loftslagsmál á oddinn. Að ræðu sinni lokinni gekk Sarkozy strax að konu sinni Ceciliu og kyssti hana en með því hafa þau eflaust viljað slá á þrálátan orðróm um að hún styddi eiginmann sinn ekki heilshugar. Síðar í dag mun Sarkozy leggja blómssveig að leiði óþekkta hermannsins við Sigurbogann en svo heldur hann til Þýskalands til fundar við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Markmið þeirrar ferðar er ekki síst að undirstrika mikilvægi þessara tveggja öflugustu ríkja álfunnar. Búist er við að Sarkozy geri íhaldsmanninn Francois Fillon að forsætisráðherra sínum á morgun og á föstudag verði aðrir ráðherrar skipaðir.
Erlent Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila