Breytt viðhorf Kína til Darfur Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. maí 2007 09:17 Börnum flóttamanna frá Darfur gefið að borða í flóttamannabúðum. MYND/AFP Framtíð hins stríðshrjáða Darfur héraðs í Súdan verður líklega ákveðin þúsundum kílometra í burtu frá landinu. Og þar koma ekki við sögu Bandaríkin eða Sameinuðu þjóðirnar. Í þetta sinn er það Kína sem leikur lykilhlutverk og það er áminning um vaxandi áhrif Kína í alþjóðasamfélaginu. Kína hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Leiðtogar í Kina hafa þráast við þrátt fyrir aukinn þrýsting alþjóðasamfélagsins. Þeir beittu meðal annars neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn viðskiptaþvingunum á Súdan. En nú virðist vera breyting á viðhorfi þeirra en nýverið var skipaður embættismaður sem á að sjá um mál í Afríku. Hann mun beita sér að mestu fyrir málefnum í Darfur. Kína sendi Súdan óvenju harðan tón í síðasta mánuði vegna friðargæsluáforma Sameinuðu þjóðanna í Darfur. Yfirvöld í Peking hafa einnig tilkynnt að þeir muni senda næstum 300 hernaðartæki- og tól til að hjálpa til við alþjóðlega friðargæslu í héraðinu. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur héraði síðan árið 2003. Tengsl landanna tveggja eiga sér langa sögu. Um áratuga bil hafa löndin átt sterk pólitísk, viðskipta- og hernaðartengsl. Kínverjar eru stærstu viðskiptaaðilar Súdana. Þeir hafa eytt milljónum dollara í að byggja upp olíuiðnað í Súdan. Af 500 þúsund olíutunnum sem framleiddar eru á hverjum degi í Súdan, fer megnið til Kína. Kína hefur líka um árabil selt vopn til landsins og bauðst fyrr á árinu til að auka hernaðarsamvinnu við Khartoum. Þess vegna hafa yfirvöld í Kína verið ófús til að þrýsta á Súdan vegna ástandsins í Darfur. Það gæti grafið undan samskiptunum millil landanna. Stjórnmálaskýrendur velta því nú fyrir sér hvort þetta útspil Kína sé bragð til að auka almenningsálit á alþjóðavettvangi, eða til að róa gagnrýnendur landsins. Erlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Framtíð hins stríðshrjáða Darfur héraðs í Súdan verður líklega ákveðin þúsundum kílometra í burtu frá landinu. Og þar koma ekki við sögu Bandaríkin eða Sameinuðu þjóðirnar. Í þetta sinn er það Kína sem leikur lykilhlutverk og það er áminning um vaxandi áhrif Kína í alþjóðasamfélaginu. Kína hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Leiðtogar í Kina hafa þráast við þrátt fyrir aukinn þrýsting alþjóðasamfélagsins. Þeir beittu meðal annars neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn viðskiptaþvingunum á Súdan. En nú virðist vera breyting á viðhorfi þeirra en nýverið var skipaður embættismaður sem á að sjá um mál í Afríku. Hann mun beita sér að mestu fyrir málefnum í Darfur. Kína sendi Súdan óvenju harðan tón í síðasta mánuði vegna friðargæsluáforma Sameinuðu þjóðanna í Darfur. Yfirvöld í Peking hafa einnig tilkynnt að þeir muni senda næstum 300 hernaðartæki- og tól til að hjálpa til við alþjóðlega friðargæslu í héraðinu. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur héraði síðan árið 2003. Tengsl landanna tveggja eiga sér langa sögu. Um áratuga bil hafa löndin átt sterk pólitísk, viðskipta- og hernaðartengsl. Kínverjar eru stærstu viðskiptaaðilar Súdana. Þeir hafa eytt milljónum dollara í að byggja upp olíuiðnað í Súdan. Af 500 þúsund olíutunnum sem framleiddar eru á hverjum degi í Súdan, fer megnið til Kína. Kína hefur líka um árabil selt vopn til landsins og bauðst fyrr á árinu til að auka hernaðarsamvinnu við Khartoum. Þess vegna hafa yfirvöld í Kína verið ófús til að þrýsta á Súdan vegna ástandsins í Darfur. Það gæti grafið undan samskiptunum millil landanna. Stjórnmálaskýrendur velta því nú fyrir sér hvort þetta útspil Kína sé bragð til að auka almenningsálit á alþjóðavettvangi, eða til að róa gagnrýnendur landsins.
Erlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila