Breska útgáfufyrirtækið EMI er sagt hafa opnað bókhald sitt fyrir nokkrum bjóðendum sem hyggjast leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Fréttastofa Reuters segir nokkra aðila horfa til kaupa í félaginu. Þar á meðal eru nokkrir stórir fjárfestingasjóðir og bandaríski útgáfurisinn Warner Music.
Gengi EMi hefur ekki gengið sem skyldi og sent frá tvær neikvæðar afkomuviðvaranir á árinu.
Í kjölfarið gerði Warner Music yfirtökutilboð í EMI í mars upp á 2,1 milljarð punda, jafnvirði 262,5 milljarða íslenskra króna.
Að sögn Reuters eru hinir bjóðendurnir fjárfestingasjóðirnir One Equity, Fortress og Cerberus, sem á dögunum keypti rúman 80 prósenta hlut í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler.
Breska ríkisútvarpið segir bjóðendurna horfa fjárfestingasjóðina horfa dýrmæts eignasafns EMI sem meðal annars samanstendur af útgáfurétti hljómsveita á borð við Bítlana, Beach Boys, David Bowie og Coldplay.
EMI opnar sig fyrir fjárfestum

Mest lesið

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Vaxtalækkunarferlið heldur áfram
Viðskipti innlent

„Sporttöppum“ aftur komið fyrir
Neytendur

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag
Viðskipti innlent

Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd
Viðskipti innlent