Meinuðu Kasparov og fréttamönnum að komast á fundarstað Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. maí 2007 13:55 Kasparov sagðist aðeins geta hlegið og líkti ástandinu við Simbabwe. MYND/Reuters Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn. Mótmælin höfðu verið fyrirhuguð við fundarstaðin á Volgubökkum í borginni Samara sem er í um 1.000 km fjarlægð frá Moskvu. Tveir blaðamenn Wall Street Journal og London Daily Telegraph sem hugðust fljúga til Samara voru einnig stöðvaðir. Miðum þeirra og vegabréfum var haldið af embættismönnum þegar tölvukerfið "kannaðist ekki við þá." Garry Kasparov sagði að starfsmenn flugvallarins hefðu sömuleiðis sagt að flugmiði hans kæmist ekki í gegn í tölvukerfi þeirra. Alexander Adamov yfirmaður flugvllalögreglunnar sagði Reuters að það ætti við um Kasparov og fólkið sem hann ferðaðist með. Kasparov lýsti manninum sem “leikbrúðu” og bætti við að augljóst væri að um væri að ræða skipun “að ofan.” Ungmennahópur á vegum stjórnvalda dreyfði bæklingum á flugvellinum. Á þeim stóð að geðheilsa Kasparovs og Eduard Limonovs leiðtoga Bolsévíka, væri óstöðug og þeir gætu lagt líf annarra farþega í hættu. Dimitri Peskov aðstoðartalsmaður Kremlinstjórnarinnar sagði að engin brögð væru í tafli af hálfu yfirvalda og neitaði að málið myndi hafa áhrif á fundinn. Kasparov líkti ástandinu við ásandið í Simbabwe og Belarus, en löndin eru af vesturlöndum talin þau ólýðræðislegustu í heimi. Angela Merkel kanslari Þýskalands, sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, lét í ljós áhyggjur vegna frétta af málinu. Erlent Tengdar fréttir Mikil spenna á fundi Rússa og ESB Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum. 18. maí 2007 10:45 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn. Mótmælin höfðu verið fyrirhuguð við fundarstaðin á Volgubökkum í borginni Samara sem er í um 1.000 km fjarlægð frá Moskvu. Tveir blaðamenn Wall Street Journal og London Daily Telegraph sem hugðust fljúga til Samara voru einnig stöðvaðir. Miðum þeirra og vegabréfum var haldið af embættismönnum þegar tölvukerfið "kannaðist ekki við þá." Garry Kasparov sagði að starfsmenn flugvallarins hefðu sömuleiðis sagt að flugmiði hans kæmist ekki í gegn í tölvukerfi þeirra. Alexander Adamov yfirmaður flugvllalögreglunnar sagði Reuters að það ætti við um Kasparov og fólkið sem hann ferðaðist með. Kasparov lýsti manninum sem “leikbrúðu” og bætti við að augljóst væri að um væri að ræða skipun “að ofan.” Ungmennahópur á vegum stjórnvalda dreyfði bæklingum á flugvellinum. Á þeim stóð að geðheilsa Kasparovs og Eduard Limonovs leiðtoga Bolsévíka, væri óstöðug og þeir gætu lagt líf annarra farþega í hættu. Dimitri Peskov aðstoðartalsmaður Kremlinstjórnarinnar sagði að engin brögð væru í tafli af hálfu yfirvalda og neitaði að málið myndi hafa áhrif á fundinn. Kasparov líkti ástandinu við ásandið í Simbabwe og Belarus, en löndin eru af vesturlöndum talin þau ólýðræðislegustu í heimi. Angela Merkel kanslari Þýskalands, sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, lét í ljós áhyggjur vegna frétta af málinu.
Erlent Tengdar fréttir Mikil spenna á fundi Rússa og ESB Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum. 18. maí 2007 10:45 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Mikil spenna á fundi Rússa og ESB Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum. 18. maí 2007 10:45