Eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum jukust um 1,5 milljónir tunna á milli vikna, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þetta er talsvert yfir væntingum markaðsaðila.
Hráolíubirgðir jukust á sama tíma um tvær milljónir tunna á milli vikna og nema heildarbirgðirnar nú 344,2 milljónum tunna. Markaðsaðilar höfðu ekki komið sér saman um hver raunin yrði en nokkrir töldu líkur á samdrætti á meðan aðrir töldu líkur á aukningu, að sögn bandarísku fréttaveitunnar Dow Jones.