Staða Íbúðalánasjóðs óljós 24. maí 2007 18:45 Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann. Þing kemur saman í næstu viku og talað um að þrjú mál verði á dagskrá, sem lúti að málefnum aldraðra, barna með geðraskanir og uppstokkun á ráðuneytum. Sagt hefur verið frá verkefnaflutningi milli ráðuneyta en hann mun þó ekki hafa verið kynntur formlega í þingflokkunum. Meðal annars hefur því verið haldið fram að forræði Íbúðalánasjóðs færist til fjármálaráðuneytis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta ekki rétt. Flutningur ákveðinna verkefna sé frágenginn en annað á umræðustigi. Þar sé flutningur Íbúðalánasjóðs frá Félagsmálaráðuneyti til Fjármálaráðuneytis styst á veg kominn. Slíkur flutningur er ekki líklegur til að renna ljúflega fyrir sig - allra síst hjá nýbökuðum félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði í mars í fyrra að með því að sitja á eðlilegum breytingum á Íbúðalánasjóði hefðu stjórnvöld meðvitað reynt að svelta sjóðinn af markaði. Harðar deilur voru á þessum tíma um hugmynd Sjálfstæðismanna að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka. Jóhanna sakaði forsætisráðherra um að vilja jarða sjóðinn svo bankarnir gætu setið einir um hituna. Í fréttaröð Stöðvar 2 um málefnin í kosningabaráttunni voru allir flokkarnir spurðir um afstöðu sína til Íbúðalánasjóðs. Spurt var: Á Íbúðalánasjóður að starfa í óbreyttri mynd? Orðrétt svaraði Samfylking: Samfylkingin telur að það eigi að standa vörð um Íbúðalánasjóð til að tryggja samkeppni á íbúðalánamarkaði og jafnan aðgang landsmanna að íbúðarlánum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist hins vegar vilja: .. jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og skoða þar sérstaklega stöðu Íbúðalánasjóðs og hlutverk hans á almennum lánamarkaði. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Ekkert er fast í hendi með flutning Íbúðalánasjóðs til fjármálaráðuneytisins. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hélt því fram í gær að fjármálaráðuneytið yrði líknardeild fyrir sjóðinn og ríkisstjórnarflokkarnir nýju væru orðnir sammála um að selja hann. Þing kemur saman í næstu viku og talað um að þrjú mál verði á dagskrá, sem lúti að málefnum aldraðra, barna með geðraskanir og uppstokkun á ráðuneytum. Sagt hefur verið frá verkefnaflutningi milli ráðuneyta en hann mun þó ekki hafa verið kynntur formlega í þingflokkunum. Meðal annars hefur því verið haldið fram að forræði Íbúðalánasjóðs færist til fjármálaráðuneytis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta ekki rétt. Flutningur ákveðinna verkefna sé frágenginn en annað á umræðustigi. Þar sé flutningur Íbúðalánasjóðs frá Félagsmálaráðuneyti til Fjármálaráðuneytis styst á veg kominn. Slíkur flutningur er ekki líklegur til að renna ljúflega fyrir sig - allra síst hjá nýbökuðum félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði í mars í fyrra að með því að sitja á eðlilegum breytingum á Íbúðalánasjóði hefðu stjórnvöld meðvitað reynt að svelta sjóðinn af markaði. Harðar deilur voru á þessum tíma um hugmynd Sjálfstæðismanna að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka. Jóhanna sakaði forsætisráðherra um að vilja jarða sjóðinn svo bankarnir gætu setið einir um hituna. Í fréttaröð Stöðvar 2 um málefnin í kosningabaráttunni voru allir flokkarnir spurðir um afstöðu sína til Íbúðalánasjóðs. Spurt var: Á Íbúðalánasjóður að starfa í óbreyttri mynd? Orðrétt svaraði Samfylking: Samfylkingin telur að það eigi að standa vörð um Íbúðalánasjóð til að tryggja samkeppni á íbúðalánamarkaði og jafnan aðgang landsmanna að íbúðarlánum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist hins vegar vilja: .. jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og skoða þar sérstaklega stöðu Íbúðalánasjóðs og hlutverk hans á almennum lánamarkaði.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira