Prjónar og málar - einhent 29. maí 2007 18:48 Hún er í sextíu prósent vinnu við að kenna geðfötluðum - án þess að þiggja laun. Hún málar og prjónar - með einni hendi. Catherine Ness er engin venjuleg kona.Á bakka Lækjarins í Hafnarfirði stendur sinnepsgult hús. Þar inni rekur Rauði krossinn athvarf fyrir geðfatlaða. Stað þar sem fólk getur komið saman, snætt hádegisverð, spjallað, prjónað, farið í leikfimi eða stundað listsköpun - svo það einangrist ekki heima hjá sér.Á haustmánuðum barst hvalreki á fjörur gesta og starfsfólks Lækjar. Ung kona frá Englandi, 25 ára gömul, listaháskólagengin, mætti til landsins til að starfa í Læk. Aðdragandinn var nú ekki flóknari en svo að hún gúglaði sjálfsboðavinnu og lenti þá á evrópskum sjálfboðasamtökum sem bjóða sjálfboðavinnu um alla Evrópu.Tíu til fjórtán gestir koma í Læk á hverjum degi og að sögn forstöðukonunnar leita býsna margir í listsköpunarherbergið þar sem Catherine kennir þeim sem vilja. Undanfarið hafa þau meðal annars verið að útbúa tröll úr fjörugrjóti og leir - að hætti Catherine sem er að undirbúa sýningu á hrauntröllunum sínum.Fólk rekur upp stór augu þegar Catherine tekur upp prjónana - enda notum við flest tvær hendur til þeirrar iðju. Hún hefur verið einhent frá fæðingu og áður en hún kom til landsins hafði hún prjónað einn trefil í lífi sínu. Nú er hún langt komin með peysu númer tvö. Gömul kona á Grund kenndi vinkonu henni að prjóna - og sú kenndi Catherine.Catherine er hin ánægðasta með dvölina og reynsluna enda hefur hún áhuga á að sérhæfa sig í listmeðferð í framtíðinni. En kann hún eitthvað í íslensku eftir þennan tíma? Fréttir Innlent Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Hún er í sextíu prósent vinnu við að kenna geðfötluðum - án þess að þiggja laun. Hún málar og prjónar - með einni hendi. Catherine Ness er engin venjuleg kona.Á bakka Lækjarins í Hafnarfirði stendur sinnepsgult hús. Þar inni rekur Rauði krossinn athvarf fyrir geðfatlaða. Stað þar sem fólk getur komið saman, snætt hádegisverð, spjallað, prjónað, farið í leikfimi eða stundað listsköpun - svo það einangrist ekki heima hjá sér.Á haustmánuðum barst hvalreki á fjörur gesta og starfsfólks Lækjar. Ung kona frá Englandi, 25 ára gömul, listaháskólagengin, mætti til landsins til að starfa í Læk. Aðdragandinn var nú ekki flóknari en svo að hún gúglaði sjálfsboðavinnu og lenti þá á evrópskum sjálfboðasamtökum sem bjóða sjálfboðavinnu um alla Evrópu.Tíu til fjórtán gestir koma í Læk á hverjum degi og að sögn forstöðukonunnar leita býsna margir í listsköpunarherbergið þar sem Catherine kennir þeim sem vilja. Undanfarið hafa þau meðal annars verið að útbúa tröll úr fjörugrjóti og leir - að hætti Catherine sem er að undirbúa sýningu á hrauntröllunum sínum.Fólk rekur upp stór augu þegar Catherine tekur upp prjónana - enda notum við flest tvær hendur til þeirrar iðju. Hún hefur verið einhent frá fæðingu og áður en hún kom til landsins hafði hún prjónað einn trefil í lífi sínu. Nú er hún langt komin með peysu númer tvö. Gömul kona á Grund kenndi vinkonu henni að prjóna - og sú kenndi Catherine.Catherine er hin ánægðasta með dvölina og reynsluna enda hefur hún áhuga á að sérhæfa sig í listmeðferð í framtíðinni. En kann hún eitthvað í íslensku eftir þennan tíma?
Fréttir Innlent Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira