Birgir Leifur ósáttur við fyrsta hringinn 31. maí 2007 18:08 NordicPhotos/GettyImages Birgir Leifur Hafþórsson var ekki sáttur við spilamennsku sína á fyrsta hringnum á opna velska mótinu í dag þar sem hann lauk leik á 73 höggum eða fjórum yfir pari. Í samtali við Kylfing.is sagði Birgir að hann hefði verið að missa of mörg stutt pútt og það hefði kostað sig dýrt. „Ég er ekki ánægður með hringinn. Ég var að missa of mörg stutt pútt, þar af fjögur af innan við meters færi og það er dýrt,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Kylfing.is. Hann sagði að veðrið hafi ekki verið gott í morgun, töluverður vindur og þá gekk á með skúrum. Hann sagði að völlurinn hafi leynt nokkuð á sér og það hafi verið mikilvægt að staðsetja sig vel eins og reyndar alltaf. „Vindurinn var svolítið erfiður og maður vissi varla úr hvaða átt blés inn á brautunum. Það gerði manni erfiðara fyrir í sambandi við kylfuval. Flatirnar eru yfirleitt mjög litlar og því erfitt að komast inn á þær í tilætluðum höggafjölda. Ég var oft í flatarkanti og var að vippa vel, en púttin voru ekki að detta. Ég var með 33 pútt á hringnum og það var fjórum til fimm púttum of mikið. Ég hefði verið sáttur við parið í dag og ef púttin hefðu dottið hefði ég vel átt að geta gert það. Ég lenti aldrei í neinum stórvandræðum, en eins og ég sagði þá voru það helst púttin sem voru að klikka,“ sagði hann. Birgir Leifur sagðist þurfa að leika vel á morgun ef hann ætlaði sér að fá að spila um helgina. „Það er nokkuð ljóst að ég þarf að spila vel á morgun og það er stefnan. Ég hef engan áhuga á því að fara heim eftir hringinn á morgun.“ Hann er með fjölskylduna með í Wales, „það var upplagt tækifæri að taka fjölskylduna með því það var frí hjá börnunum í skólanum.“ Birgir Leifur sagði að allir keppendur hafi verið kalliðir inn um klukkan eitt í dag vegna úrhellis rigningar. „Völlurinn fór alveg á flot og nú bíða þeir sem eiga eftir að klára hringinn eftir að það stytti upp. Það er bjart hér til tíu í kvöld svo að það ætti að takast að klára hringinn.“ sagði Birgir Leifur sem fer út á 2. hringinn klukkan rúmlega tólf á morgun og hefur þá leik á 10. teig. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson var ekki sáttur við spilamennsku sína á fyrsta hringnum á opna velska mótinu í dag þar sem hann lauk leik á 73 höggum eða fjórum yfir pari. Í samtali við Kylfing.is sagði Birgir að hann hefði verið að missa of mörg stutt pútt og það hefði kostað sig dýrt. „Ég er ekki ánægður með hringinn. Ég var að missa of mörg stutt pútt, þar af fjögur af innan við meters færi og það er dýrt,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Kylfing.is. Hann sagði að veðrið hafi ekki verið gott í morgun, töluverður vindur og þá gekk á með skúrum. Hann sagði að völlurinn hafi leynt nokkuð á sér og það hafi verið mikilvægt að staðsetja sig vel eins og reyndar alltaf. „Vindurinn var svolítið erfiður og maður vissi varla úr hvaða átt blés inn á brautunum. Það gerði manni erfiðara fyrir í sambandi við kylfuval. Flatirnar eru yfirleitt mjög litlar og því erfitt að komast inn á þær í tilætluðum höggafjölda. Ég var oft í flatarkanti og var að vippa vel, en púttin voru ekki að detta. Ég var með 33 pútt á hringnum og það var fjórum til fimm púttum of mikið. Ég hefði verið sáttur við parið í dag og ef púttin hefðu dottið hefði ég vel átt að geta gert það. Ég lenti aldrei í neinum stórvandræðum, en eins og ég sagði þá voru það helst púttin sem voru að klikka,“ sagði hann. Birgir Leifur sagðist þurfa að leika vel á morgun ef hann ætlaði sér að fá að spila um helgina. „Það er nokkuð ljóst að ég þarf að spila vel á morgun og það er stefnan. Ég hef engan áhuga á því að fara heim eftir hringinn á morgun.“ Hann er með fjölskylduna með í Wales, „það var upplagt tækifæri að taka fjölskylduna með því það var frí hjá börnunum í skólanum.“ Birgir Leifur sagði að allir keppendur hafi verið kalliðir inn um klukkan eitt í dag vegna úrhellis rigningar. „Völlurinn fór alveg á flot og nú bíða þeir sem eiga eftir að klára hringinn eftir að það stytti upp. Það er bjart hér til tíu í kvöld svo að það ætti að takast að klára hringinn.“ sagði Birgir Leifur sem fer út á 2. hringinn klukkan rúmlega tólf á morgun og hefur þá leik á 10. teig. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira