Alfreð, Ottó og Sigmundur deila efsta sæti 2. júní 2007 18:29 Sigmundur Einar Heiða Helgadóttir Alfreð Brynjar Kristinsson úr GR og þeir Ottó Sigurðsson og Sigmundur Einar Másson úr GKG deila efsta sæti eftir fyrsta hring af þremur á 2. stigamótinu á Kaupþings mótaröðinni sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli. Þeir léku allir á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Mjög hvasst var í dag og þá gekk á með skúrum fyrir hádegi. Ákveðið var að fresta öðrum hringum sem átti að leika í dag vegna veðurs og verða því leiknar 36 holur á morgun ef veður verður hagstætt. Spáin gerir ráð fyrir að það verði ekki eins hvasst á morgun, 5-10 m/s, en í dag fór vindurinn mest í 18 m/s.Það var greinilegt á skori keppenda að fyrri níu holurnar reyndust flestum erfiðari í dag. Aðeins einn keppandi náði að leika þær á pari, en það var hinn ungi og efnilegi Axel Bóasson úr GK. Hann lék hringinn á 75 höggum og deilir fjórða sæti með Magnúsi Lárussyni úr GKj. Sá sem lék lakast í dag var á 99 höggum og lék hann seinni níu á 52 höggum.Ottó og Sigmundur voru mjög sáttir við spilamennskuna í dag miðað við þær aðstæður sem voru. "Ég held að ég geti bara verið ánægður með þetta skor. Það var mjög erfitt að leika í þessum mikla vindi og það þurfti að spá vel í hvert einasta högg. Ég reyndi að halda boltanum vel niðri á móti vindinum og það tókst bara nokkuð vel," sagði Ottó.Sigmundur tók í sama streng: "Já, ég held ég geti verið nokkuð sáttur. Ég var að slá vel og reyndi að reikna með vindinum, en það var oft erfitt. Flatirnar voru ekki góðar, mikill sandur í þeim. Vonandi verður betra veður á morgun og þá er hægt að búast við betra skori en í dag," sagði Sigmundur Einar í samtali við Kylfing.is eftir hringinn.www.kylfingur.is Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Alfreð Brynjar Kristinsson úr GR og þeir Ottó Sigurðsson og Sigmundur Einar Másson úr GKG deila efsta sæti eftir fyrsta hring af þremur á 2. stigamótinu á Kaupþings mótaröðinni sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli. Þeir léku allir á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Mjög hvasst var í dag og þá gekk á með skúrum fyrir hádegi. Ákveðið var að fresta öðrum hringum sem átti að leika í dag vegna veðurs og verða því leiknar 36 holur á morgun ef veður verður hagstætt. Spáin gerir ráð fyrir að það verði ekki eins hvasst á morgun, 5-10 m/s, en í dag fór vindurinn mest í 18 m/s.Það var greinilegt á skori keppenda að fyrri níu holurnar reyndust flestum erfiðari í dag. Aðeins einn keppandi náði að leika þær á pari, en það var hinn ungi og efnilegi Axel Bóasson úr GK. Hann lék hringinn á 75 höggum og deilir fjórða sæti með Magnúsi Lárussyni úr GKj. Sá sem lék lakast í dag var á 99 höggum og lék hann seinni níu á 52 höggum.Ottó og Sigmundur voru mjög sáttir við spilamennskuna í dag miðað við þær aðstæður sem voru. "Ég held að ég geti bara verið ánægður með þetta skor. Það var mjög erfitt að leika í þessum mikla vindi og það þurfti að spá vel í hvert einasta högg. Ég reyndi að halda boltanum vel niðri á móti vindinum og það tókst bara nokkuð vel," sagði Ottó.Sigmundur tók í sama streng: "Já, ég held ég geti verið nokkuð sáttur. Ég var að slá vel og reyndi að reikna með vindinum, en það var oft erfitt. Flatirnar voru ekki góðar, mikill sandur í þeim. Vonandi verður betra veður á morgun og þá er hægt að búast við betra skori en í dag," sagði Sigmundur Einar í samtali við Kylfing.is eftir hringinn.www.kylfingur.is
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti